Cape Town Samfélagsleg áhrif

Hluttekning er mikilvægur eiginleiki til að geta haft jákvæð og varanleg áhrif til góðs á líf fólks. Með því að ganga í fótspor annarra í þessu verkefni muntu finna til hluttekningar. Notaðu ástríðu þína og þekkingu til að finna mikilvægar leiðir til að hafa samfélagsleg áhrif innan þessa samfélags.

Upplifðu Cape Town

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni:

 • leggja þitt að mörkum til betra lífs í fátækrahverfinu Red Hill í Cape Town.
 • gista eina nótt hjá einni fjölskyldu í þessu hverfi.
 • sökkva þér daglega niður í samfélagið og leggja þig fram til að auka þróun brautryðjendastarfs, þar á meðal með því að taka þátt í námskeiðum til auka möguleika fólks á að fá vinnu, í stuðningshópum, líkamsræktartímum og fleira.
 • hafa áhrif á líf fátækra barna með því að aðstoða á leikskólum
 • hjálpa við að reka lærdómsrík og skemmtileg verkefni eftir skóla á fósturheimili og félagsmiðstöðum fyrir fátæk börn.
 • ögra sjálfri þér um leið og þú öðlast nýja sýn á hvernig líf margra er í Suður-Afríku.
 • Kynnast einni af fallegustu borgum heim. Strandirnar eru sláandi, þú getur farið upp hið fræga fjall, Table Mountain, kafað í búri til að sjá hákarla, farið í safaríleiðangur, prófað brimbretti og margt, margt fleira.

Staðsetningin

Cape Town

Borgin er heimsþekktur ferðamannastaður, sem hefur eitthvað í boði fyrir alla. Móðurborgin eins og heimamenn kalla oft borgina  einkennist af fjallinu Table Mountain, Robben Island þar sem Mandela var haldið föngnum árum saman, fallegum ströndum, glæsilegum vínekrum og ótrúlegum akstursleiðum. Hún hefur verið tilnefnd sem besta matarborgin í heimi og er reglulega á topp tíu listanum yfir fallegastu borgirnar. Í boði eru fjöldi spennandi afþreyinga eins og fallhlífastökk, búrhákarlaköfun og brimbretti. 

Heimagisting

Einu sinni í viku ásamt starfsmanni búðanna færðu það einstæða tækifæri að gista hjá einni af fjölskyldunum sem búa á Red Hill svæðinu. Meirihluti heimilanna eru einfaldir kofar byggðir úr tini og timbri en eru samt sem áður heimilislegir og öruggir. Þetta er vissulega áskorun og opnar augu sjálfboðaliða fyrir kjörum fólksins en fjölskyldurnar og nágrannar taka vel á móti þér og treysta því góð samvinna hefur verið þarna á milli við þegna samfélagsins síðustu 8 árin.

 

 

Gistingin

Frá föstudegi til fimmtudags muntu deila húsnæði með öðrum sjálfboðaliðum og nemum í Muizenberg, sem er aðeins í 3 mínútna fjarlægð frá einni vinsælustu strönd Cape Town skaga. Í viðbót við að vera besta brimbrettaströndin eru á svæðinu fjölda bara, kaffihúsa og frábær veitingahús. Starfsfólk, bæði alþjóðlegt og heimamenn búa og vinna með þér svo þú mátt búast við að sjá og gera meira en venjulegum ferðamanni getur nokkurn tíma dreymt um.

 

Tímalengd verkefnis

Þú getur valið að taka þátt í 2 – 12 vikur.

Vinnan og gildi hennar

Einu sinni í viku dvelja sjálfboðaliðar yfir nótt hjá einni af fjölskyldunum, sem þeir hafa unnið með innan samfélagsins í Red Hill. Þessi reynsla hefur gríðarlega jákvæð áhrif á tengsl sjálfboðaliða við heimafólk og skapar grunn fyrir frábær menningarskipti bæði fyrir fjölskyldurnar og sjálfboðaliðana. Þú deilir máltíðum með fjölskyldunni, aðstoðar börnin við heimavinnu og dagleg störf við heimilishaldið. Þessi ótrúlega sérstaka reynsla veitir þér alveg nýja sýn á líf þitt og um leið ert þú að aðstoða fjölskyldu sem berst við fátækt.

Sjálfboðastarf Cape Town

Alla vikuna muntu taka þátt í starfsemi til að ná til hópa sem standa höllum fæti í Red Hill. Þar á meðal eru ófrískar konur, eldra fólk og atvinnulaust. Komdu undir það búinn að vinna með þessum þegnum samfélagsins á námskeiðum sem gefur þeim margvíslega þekkingu og kunnáttu. Þetta innifelur stuðningshópa fyrir ungar, ófrískar konur sem berjast við einangrun og heilsuleysi jafnt sem færninámskeið til að geta fengið vinnu.

Sjálfboðastarf Cape Town

Sjálfboðaliðar verja hverjum morgni 5 daga vikunnar við vinnu í leikskóla í Red Hill fyrir börn sem eru á aldrinum 6 mánaða til 7 ára. Leikskólahúsnæðið  var endunýtt úr skipagámum. Leikskókinn veitir börnunum ómetanlegt forskot á menntun þeirra og framtíð sem þýðir með öðrum orðum að þegar þau byrja í grunnskóla hafa þau náð þeirri grunnþekkingu og þroska sem þarf í það nám sem þá hefst sem þau hefðu annars ekki verið búin að ná.

Sjálfboðastarf Cape Town

Alla vikuna heimsækja sjálfboðaliðar önnur bæjarfélög umhverfis Red Hill og þar á meðal Ocean View. Þar eru rekin fósturheimili á vegum samfélagsins fyrir börn sem standa höllum fæti, vanrækt eða misnotuð. Í þessu fátæka samfélagi hjálpa sjálfboðaliðar í heimsóknum við að tryggja að börnin fái þá viðbótar athygli sem þau þarfnast og eiga skilið. Sjálfboðaliðar eru mikilvæg aðstoð við að skipuleggja og setja af stað skapandi, lærdómsríka og góða afþreyingu fyrir börnin, sem eru á aldrinum 2 til 16 ára.

Sjálfboðastarf Cape Town

Þar sem mest er um misnotkun á börnum eftir skólatíma þegar forráðamenn þeirra eru enn í vinnunni þá veita sjálfboðaliðar börnunum öruggt umhverfi og þroskandi viðveru á bókasafninu í Masiphumelele. Litið er á  bókasafnið sem mjög mikilvæga stofnun og félagsmiðstöð  í bæjarfélaginu. Það er ekki bara bókasafn fullt af endalausum bókum. Það er líka miðstöð þar sem fólk sækir verk og fræðslunámskeið og fundi.

Frítimi og ferðir

Cape Town liggur á litlum klettaskaga og er innsiglingin þar með því fegursta sem þekkist. Borgin hefur eitthvað að bjóða fyrir alla hvort sem það er í mat, verslun, náttúru eða sporti. Margir þekktir staðir eru kennileiti borgarinnar. Þú getur farið með báti til Seal Island, heimsótt Robben Island eða staðið upp á þekktasta kennileiti borgarinnar – Table Mountain. Þangað kemst þú bæði fótgangandi og með kljáfferju. Þar hefur þú útsýni svo langt sem augað eygir yfir heimshöfin tvö, Indlandshaf og Atlantshaf og einnig hinn þekkta stað Gróðravonarhöfða. Þú getur ferðast með Hop-on, Hop-off borgarvagninum til að sjá betur allt það sem borgin býður upp á. Þú getur verslað eða borðað á fínum veitingastöðum við V&A Waterfront eða á einhverjum af hinum mörgu matarmörkuðum.

Ef þú ert ekki raunverulegur borgaraðdáandi og vilt frekar uppgötva hvað náttúran hefur upp að bjóða þá getur þú prófað African Safari og sótt heim friðland hinna stóru 5 með dýrum eins og stökkhjörtum, ljónum,  broddgöltum, bavíönum, hlébörðum og afríska fílnum. Cape Point við enda Cape skagans liggur innan verndarsvæðis Table Mountain þjóðgarðarins sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Cape Point er sannkölluð paradís náttúruunnandans með sínu fjölbreytta plöntu og dýralífi sem er einkennandi fyrir svæðið. Ekki má svo gleyma Afríku mörgæsunum við Boulder Beach.

Hinn frægi brimbrettabær Muizenberg þar sem sjálfboðaliðahúsið er hefur líflega aðalgötu með kaffihúsum, börum og veitingahúsum og einnig fallegum ströndum í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð. Húsið er þægilegur og frábær samverustaður fyrir sjálfboðaliða og nema – þar er alltaf eitthvað í gangi. Þar er einnig að finna rólegt umhverfi ef þú óskar eftir stað til að slaka á t.d. með góðri bók eða mynd á kvöldin.

 
 
Sjálfboðastarf Cape Town
Leiðangur Cape Town

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
1310964163752
2724232018151310211916
29201730
2724
31

Upphafsdagar eru annan hvern mánudag. Aðeins hægt að vera 2 vikur ef upphafsdagur er 30. nóvember.

Verð: 2 vikur, €1045, 4 vikur €1695

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Gisting á meðan á dvölinni stendur – þægilegt, öruggt og líflegt hús sem deilt er með öðrum sjálfboðaliðum, nemum og starfsfólki.
 • 3 gómsætar máltíðir alla virka daga, matreitt af kokki.
 • Flutningur til og frá flugvelli.
 • Reynt starfsfólk bæði alþjóðlegt og heimamenn, sem búa og vinna með þér daglega.
 • Kynning, kennsla og þjálfun til að undirbúa þig fyrir starfið.
 • Öll nauðsynleg verkfæri og tæki sem þú þarfnast í starfinu.
 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Áritun
 • Helgarferðir og afþreyingar, sem eru ekki tengdar starfinu.
 • Persónulegar þarfir, svo sem snakk, drykkir, gjafir og minjagripir.
 • Þvottar
 • Þráðlaust net – það er hægfara.

Hafðu Samband