Dýraverkefni - Amazon
Allt árið er hægt að taka þátt í dýraverkefni í Amazon. Amazon regnskógurinn er sá stærsti í heimi og nær yfir 9 lönd. Ecuador er eitt af þessum löndum. Regnskógarinir eru tegunda ríkustu vistkerfi jarðar.
Ef þú vilt aftengja þig borgarlífi þá er þetta staðurinn.
Endurhæfingarstöð villtra dýra
Þessi miðstöð berst við að halda fjölbreytileika regnskógarins við með því að reyna að stöðva skemmdir á umhverfinu. Til að ná árangri er dýrum bjargað, endurhæfð og skilað aftur á búsvæði þeirra. Bein samskipti við dýrin er því haldið alveg í lágmarki. Upplýsingamiðlun bæði til heimamanna og alþjóðlega er líka mikilvæg. Sjálfboðaliðar aðstoða við að hugsa um dýrin, halda stöðinni hreinni og fleira og fleira. Þarna gefst einstakt tækifæri til að búa í miðjum frumskógi.
Björgunarmiðstöð dýra
Næstum öll dýrin á stöðinni hafa þjáðst vegna líkamlegra og sálfræðilegra misþyrminga, vanrækslu eða verið yfirgefin. Sum urðu munaðarlaus þegar foreldri var drepið, öðrum var bjargað frá dýrasmyglurum og enn öðrum frá fjölskyldum sem fóru illa með þau. Miðstöðin vinnur að því að hjúkra þeim og endurhæfa og síðan sleppa dýrunum aftur út í þeirra náttúrulega umhverfi ef hægt er. Sjálfboðaliðar aðstoða við að hugsa um dýrin og ganga í störf og viðhald sem nauðsynleg eru í rekstri athvarfsins.
Staðsetning Puyo svæðið í Amazon
lágmark 2 vikur-Endurhæfingarmiðstöð Lágmark 1 vika-Björgunarmiðstöð
Aldur 18 ára og eldri
Mæting á laugardegi, hægt að koma allt árið
Spænska ekki nauðsynleg
Hvað er innifalið
Hvað er ekki innifalið
- Brottfararbæklingur áður en lagt er í hann
- Gisting í nemendahúsi í Quito nóttina áður en haldið er í verkefnið
- Akstur á umferðarmiðstöð i Quito
- Gisting í svefnskála, herbergi deilt með öðrum á meðan á sjálfboðastarfi stendur
- 3 máltiðir á dag (ekki um helgar)
- Kynning og leiðbeiningar meðan á verkefni stendur
- Neyðarsímanúmer og ferða aðstoð 24/7
- Alþjóðlegt flug til/frá Quito, Ecuador
- Móttaka á flugvelli í Quito, hægt að biðja um gegn aukagjaldi
- Akstur á flugvöll við brottför
- Máltíðir í nemendahúsinu í Quito og um helgar í verkefninu
- Akstur á rútu þegar verkefni er lokið
- Rútugjald í verkefnið til/frá Quito




Verð - 2020
Ein vika – $462
Ein aukavika – $222