Bjóddu au pair velkomna

Barnaumönnun fyrir nútímafjölskyldu

Í samfélagi nútímans horfast foreldrar í augu við margs konar áskoranir sem kynslóðir fyrri tíma þurftu ekki. Við trúum því að með því að bjóða au pair að koma á heimili ykkar þá verði foreldrahlutverkið aðeins auðveldara. Þegar þú býður au pair velkomna þá veitir þú fjölskyldunni aukin gæði og kynningu á gagnkvæmri menningu. Með aðstoð Nínukots færðu áreiðanlegan og sveigjanlegan stuðning sem styrkir fjölskyldu þína.

Hvað er au pair?

Au pair er ungur einstaklingur frá öðru landi sem býr hjá gistifjölskyldu allt upp í 12 mánuði og veitir aðstoð við börnin og létt heimilisstörf í skiptum fyrir að fá að búa hjá íslenskri fjölskyldu. Vegna þess að au pair býr á heimilinu þá eykst sveigjanleiki til að mæta mismunandi þörfum fjölskyldna. Au pair aðstoðar við að annast börnin miðað við breytilega dagskrá hverrar fjölskyldu. Au pair getur þannig verið í mörgum hlutverkum sem hjálpar fjölskyldu þinni að dafna og þrífast betur. Aftur og aftur heyrum við aðdáunarverðar sögur frá fjölskyldum og au pairum hvað au pair hlutverkið hefur gefið þeim báðum mikið og varanleg tengsl myndast.

Helstu verkefni au pair

Au pair in Iceland

Selskapur

Hafa gaman, leika og deila menningu með börnunum.
Au pair Iceland

Leikfélagi

Fara með börnunum á róló, skauta, sund eða safn.
Au pair Iceland

Kokkur

Útbúa máltíðir kaffibrauð eða snarl fyrir börnin.
Au pair Iceland

Hjálparhönd

Við þvotta og heimilisstörf einkum tengd börnunum.
Au pair Iceland

Bílstjóri

Aðstoð við akstur í skóla, leikskóla og tómstundir.

Þjónusta okkar

Au pair Iceland

Við hjá Nínukoti leggjum okkur fram að aðstoða í leit þinni að  kröftugri og hæfileikaríkri au pair sem verður góð viðbót við fjölskyldu þína og veitir börnunum afbragðs umönnun.

fjölmenning

Au pair færir heiminn inn á heimili þitt með veru sinni og kennir börnum þínum um nýja menningu. Bráðlega læra börnin jafnvel að segja takk og góðan daginn á nýju tungumáli.

Au pair Ísland

Að finna hæfileikaríka og áreiðanlega au pair er eitt af því mikilvægasta sem þú gerir. Þar kemur Nínukot inn og veitir þér aðstoð við leitina.