Hlunnindi

  • Au pair fær fullt fæði og sérherbergi sem hluta af launum sínum ásamt 15.000 ISK í vasapening fyrir hverja vinnuviku. 
  • Au pair fær frí í eina viku á launum fyrir hverja 6 mánuði í starfi hjá fjölskyldu og hvenær sá frítími er tekinn er samkomulag á milli au pair og fjölskyldu.
  • Ef au pair dvelur í 6 mánuði eða lengur fær au pair flugmiðann heim greiddan (hámark 35.000 kr). Ef au pair dvelur í 12 mánuði fær hún/hann flugmiðann til Íslands einnig endurgreiddan (hámark 35.000 kr). Mælt er með að gistifjölskyldur aðstoði au pair að finna hagkvæmt flug. Flugmiðar eru greiddir við brottför nema um annað sé samið.
  • Vinnutími er 30 klst. á viku eða að jafnaði 6 klst. 5 daga vikunnar. Hann getur dreifst misjafnlega yfir daginn og vikuna. Au pair fær frí 2 daga í viku. Frídagarnir geta verið á virkum dögum eða um helgar, en skilyrt er minnst ein fríhelgi í mánuði.
  • Möguleiki er á að au pair vinni fleiri stundir í viku hverri eða tímabundið. Umframvinna verður að vera með samþykki au pairs. Viðmiðið er að aukavinnustundir séu að hámarki 10 klst. á viku, samtals 40 vinnustundir á viku. Au pair fær að lágmarki 650 ISK fyrir hverja auka vinnustund.
Au pair Iceland