Hver erum við?

 

 

Svanborg E. Óskarsdóttir

Svanborg er eigandi og stofnandi Nínukots. Hún er kennari að mennt og kenndi til margra ára jafnfram rekstri Nínukots eða þar til verkefnin í Nínukoti yfirtóku allan hennar tíma. Það er fátt í starfsemi Nínukots sem  hún hefur ekki áhuga á. Hún sinnir m.a. ráðningum bæði starfsmanna og au pair og Erasmus plus nemendum okkar s.s. með því að kenna þeim fullt af íslensku og kætist mikið ef hún fær tækifæri til að kenna þeim svolítið í sögu Íslendinga. Einu sinni kennari, alltaf kennari er sagt. Draumur hennar er að komast út á slétturnar í Afríku og læra ljósmyndun villtra dýra.

 

Anton Vignir Guðjónsson

Anton er ferðamálafræðingur, alinn upp í umhverfi Nínukots og hefur hafið þar fullt starf. Hann aðstoðar við allt sem til fellur, hvort sem það er að vaska upp eða finna út úr forriti og svo er hann alveg ómissandi við undirstöðu allra fyrirtækja það er reikningshaldið. Honum finnst fátt skemmtilegra en að fylgjast með fótbolta, Liverpool auðvitað, tefla hvort sem það er við sjálfan sig eða á netinu og taka í hvers konar spil. Svo finnst honum að sjálfsögðu gaman að ferðast til útlanda.

 

Kristrún Sveinsdóttir

Kristrún er ferðamálafræðingur og með gráðu í viðskiptafræði og viðburðarstjórnun. Hún sér m.a. um tungumálanámsskeiðin og au pair í Ameríku. Henni finnst fátt skemmtilegra en að vera í samskiptum við fólk og aðstoða þá sem hafa hug á að víkka út sjóndeildarhringinn. Um leið er hún mjög virk í að ala upp börnin sín þrjú og er hún mjög áhugasöm í skipulagi alls konar viðburða og félagsstarfa.

 

Sigurður Vilhelmsson

Sigurður, eða Siggi eins og flestir kalla hann, er tæknigúru-inn okkar.  Hann ber ábyrgð á vefnum okkar, umsýslukerfinu og að tölvupósturinn þinn skilar sér til okkar.  Áður en hann settist að í stórborginni Vestmannaeyjar og fór síðan að byggja hús í þjóðlegum stíl í annarri stórborg fór hann í heimsreisu til Malasíu, Ástralíu og Fiji og stoppaði svo í nokkur ár á rannsóknastofu í New York borg.