Kenya - Kennsla og umönnun viðkvæmra barna

Vertu hluti af dreifbýlissamfélagi þar sem þú munt vinna við hlið kennara og umönnunaraðila í skólum og frístundaklúbbum eftir skóladag. Aðstoðaðu við að hvetja og efla viðkvæm börn í gegnum skapandi og skemmtilegt starf sem setur menntun og lífsleikni í brennidepil í landi sem er ríkt af menningu, dýralífi og ævintýrum.

Með því að gefa af þér færðu margfalt til baka - Það er fjársjóður

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • Eiga skemmtilegan tíma með börnum sem standa höllum fæti og veita þeim einstaklings athygli og aðstoð til að örva þroska þeirra og veita birtu inn í líf þeirra.
 • Njóta fjölbreytilegra vikna í sjálfboðastarfinu þar sem þú verð mánudagi til fimmtudags í staðarskóla og föstudögum í athvarfi fyrir börn sem standa höllum fæti.
 • Skipta miklu máli í þessu fátæka samfélagi.
 • Búa í hinu fagra hálendi Kenya, rétt utan við Nairobi
 • Verja frítíma þínum að rannsaka suma heimsins bestu safarígarða þar á meðal verndarsvæði Maasai Mara þjóðflokksins.
 • Í frítíma fara og skoða í návígi dýrin á fílamunaðarleysingjaheimilinu og gíraffamiðstöðinni.

Maasai Mara

Staðsetningin

Limuru - Kenya

Kenya er fagurt og fjölbreytilegt land og heilmikið fyrir gesti að skoða. Þar eru sumar af heimsins bestu safaríferðum  í boði og einstakt tækifæri til að virða fyrir sér margbreytilegt og ríkulegt dýralífið og einnig að dvelja innan um hinn hrífandi Masaai Mara ættbálk. 

Sjálfboðastarf þitt er í samfélögunum umhverfis Limuru  í gróskumiklu og grænu teræktunarsvæði hálendisins, aðeins í 30 mílna fjarlægð frá Nairobi. Loftslagið er hlýtt og þaðan er undurfagurt útsýni yfir til The Great Rift Valley.

Gistingin

Gisting þín er staðsett í fallegu umhverfi Brackenhurst hótel svæðisins.  Það er dásamlegur staður, grænn, öruggur og tilkomumikill og þar getur þú notið dægrastyttingar í frítíma eins og fara í blak og tennis, farið í göngutúra í gegnum skóginn eða bara slakað á og notið augnabliksins við eldinn á köldum degi á kaffihúsinu.

Tímalengd verkefnis

Hægt er að dvelja 2, 4, 6, eða 8 vikur. Ef ósk er um að dvelja lengur er hægt að athuga það.

Vinnan og gildi hennar

Sjálfboðastarf Kenya

Bætt menntun

Þú aðstoðar kennara í skólanum við að þróa ný námsefni með því að tengja ferskar, alþjóðlegar hugmyndir þínar við þekkingu bekkjarkennara. Í því felst að það innleiðast skapandi hugmyndir svo koma megi að virkri þátttöku og dýpri skilningi á námsferli og að nám fer fram á marga vegu en ekki bara með páfagaukslærdómi. Ennfremur muntu veita dýrmæta hjálp börnum sem hafa dregist aftur úr með því að aðstoða þau einstaklingslega.

Sjálfboðastarf Kenya

stuðningskennsla

Það er auðvelt fyrir börn að detta aftur úr í námi þegar bekkir eru yfirfullir. Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni færðu tækifæri til að fara með hópa út úr kennslustofunni og fara með þeim yfir námsefnið á minni hraða og þannig veita meiri einstaklingsaðstoð en annars væri í boði. Eftir bekkjartíma og í hléum er  jafnvel hægt að bæta við upprifjun svo þau nái sér betur á strik. Þannig styður þú við þau sem minna mega sín sem þau annars myndu ekki eiga völ á.

Sjálfboðastarf Kenya

Lestrarklúbbur

Á eftirmiðdögum muntu aðstoða við að þjálfa lestur í lestrarklúbbum. Þessir klúbbar aðstoða börn í litlum hópum við að læra að lesa og þjálfa lesskiling þeirra utan hins formlega umhverfis kennslustofunnar í skólanum.

Sjálfboðastarf Kenya

Barnaumönnun

Alla föstudaga muntu taka þátt í að bjóða fram gríðarlega hjálparhönd á stað sem annast fjölda barna sem virkilega þurfa aðstoð þína, stuðning og umönnun en fyrst og fremst þurfa börnin smá gleði inn í líf sitt. Þú gætir tekið þátt í að annast yngstu börnin, kenna, gera íþróttir eða fara í aðra útileiki með eldri börnunum.

Frítími og ferðir

Skoða Nairobi

Nairobi er iðandi stórborg með frábærum hlutum  að sjá á viðráðanlegu verði og rétt við bæjardyrnar. Þú getur heimsótt David Sheldrick munaðarleysingjaheimili fíla,  gíraffamiðstöðina, nokkur menningarþorp og söfn allt á einum degi í borginni. Þetta er eina borgin í heiminum sem hefur þjóðgarð við borgarmörkin.  Að fara í safaríferð þar sem sjóndeildarhringurinn nær til Nairobi í fjarlægð er einstök upplifun. Ef þú vilt versla minjagripi til að taka heim þá eru flottir markaðir sem þú getur farið á. Þú getur einnig notið þess að snæða á sumum af bestu veitingahúsunum sem austurhluti Afríku hefur upp á að bjóða.

Dýralíf

Kenya er án efa besti staður í heimi til að skoða villt dýralíf svo að heimsókn þangað væri ekki fullkomnuð nema að heimsækja hinn heimsþekkta þjóðflokk Maasai Mara. Ef þú kemur sem sjálfboðaliði á milli júlí og október hefur þú tækifæri til að sjá hina miklu búferlaflutninga þar sem 1,5 til 2 milljónir gnýa ferðast frá sléttum Serengeti í Tanzaníu til verndarsvæðis Maasai Mara í Kenya. Þetta er eitthvað sem bara verður að sjá. En sama á hvaða árstíma þú kemur þá hefur þú tækifæri til að sjá hin “Stóru 5” (ljón, hlébarða, fíla, vísunda og nashyrninga) Helgarnar eru fríar og þá er gott tækifæri til að fara í safaríævintýraferðir lífs þíns.

The Great Rift Valley

Frábær staðsetning þessa verkefnis er við útjaðar hins stórbrotna Great Rift Valley. Að sjá hann er hápunktur hverrar ferðar til Kenya. Landslagið er ótrúlegt, áhrifamikil eldfjöll meðfram dalnum, flest nú óvirk, fjölmörg ferskvatns vötn, ár, gljúfur, fossar og hverir, fylkingar af dýrum og fuglum eins og flamingo og tilkomumikið landslag til að skoða hvort sem er gangandi, á hestbaki eða í ökuferð. Sannkölluð veisla fyrir augað og ljósmyndarann.

Strandir

Ertu meira fyrir ströndina en safaríferð? Eða kannski viltu njóta hvoru tveggja. Hinar fallegu strandir Kenya eru vissulega vel geymdur fjársjóður en þar getur þú farið t.d. á brimbretti, snorkelað, á djúpsjávarveiðar eða stundað hinar ýmsar vatnsíþróttir. Diana Beach er uppáhald sjálfboðaliðanna og er nú hægt að ferðast þangað með þægilegri, nýrri lest frá Nairobi til Mombasa. Þetta er góð leið til að skoða strandlengjuna og njóta hitabeltis loftslagsins og hlýjan, himinbláan sjó Indlandshafsins áður en þú heldur heim á leið.

Brackenhurst

Ertu meira fyrir ströndina en safaríferð? Eða kannski viltu njóta hvoru tveggja. Hinar fallegu strandir Kenya eru vissulega vel geymdur fjársjóður en þar getur þú farið t.d. á brimbretti, snorkelað, á djúpsjávarveiðar eða stundað hinar ýmsar vatnsíþróttir. Diana Beach er uppáhald sjálfboðaliðanna og er nú hægt að ferðast þangað með þægilegri, nýrri lest frá Nairobi til Mombasa. Þetta er góð leið til að skoða strandlengjuna og njóta hitabeltis loftslagsins og hlýjan, himinbláan sjó Indlandshafsins áður en þú heldur heim á leið.

Sjálfboðastarf Kenya
Sjálfboðastarf Kenya
Sjálfboðastarf Kenya
Sjálfboðastarf Kenya
Sjálfboðastarf Kenya

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
6326416375
131091311813101412
20171620181520172119
27242327252227242826
302931

Upphafsdagar eru mánudagar alla mánuði ársins nema í nóvember of desember.

Verð: 10 dagar €1095, 2 vikur €1245, 4 vikur €1895

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Flutningur til/frá flugvelli til gististaðar.
 • Gisting á meðan á dvöl stendur á hinu undurfagara Brackenhurst svæði í Limuru – þægilegt, öruggt og sérhús deilt með öðrum sjálfboðaliðum og starfsfólki.
 • 3 ljúffengar máltíðir daglega eldaðar af heimakokki.
 • Reynt alþjóðlegt og innlent starfsfólk sem býr og vinnur þér við hlið daglega.
 • Kynning og þjálfun til að undirbúa þig svo þú getir á öruggan hátt tekið þátt í  starfinu.
 • Öll nauðsynleg verkefnatæki og gögn sem þú munt þarfnast í starfinu.
 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Áritunarkostnaður
 • Helgarferðir og engar ferðir sem eru ekki í verkefnadagskrá
 • Snakk, gosdrykkir, gjafir og minjagripir
 • Þvottar
 • WiFi – það er hæggengt

Hafðu Samband