Zanzibar er hitabeltisparadís, sem liggur rétt við strönd Tanzaníu. Eyjan á mikla sögu og menningu og þar er að finna sumar af fallegustu ströndum austurhluta Afríku. Ef þú ímyndar þér kristalstæran, himinbláan sjó og endalausa, hvíta sandströnd þá á það við um Zanzibar. Við komu þangað flýgur þú til Stone Town, sem er iðandi borg viðskipta. Þar versla menn með krydd, ávexti og ferskan fisk á hverju horni. Stone Town státar líka af því að vera á heimsminjaskrá UNESCO.