Zanzibar - Kennslu og samfélagsverkefni

Láttu dvöl á hitabeltiseyju verða að veruleika á meðan þú kennir ungum og öldnum ensku, annast börn, styður við jafnrétti kynja, aðstoðar við þróun samfélagsmiðstöðvar og við framtak heimamanna að verndun.

 

Í skólanum er gaman

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • hjálpa með frábæru liði við að mennta börn, ungmenni og konur innan þessa samfélags.
 • verða hluti af þessu gestrisna strandsamfélagi.
 • útbúa spennandi, þroskandi verkefni jafnt fyrir menntun og hreyfingu handa börnum á leikskólaaldri og hjálpa við mikilvægan þroska þeirra.
 • aðstoða við að laga kennsluaðstöðu innan samfélagsins svo takist að bæta námsumhverfi barnanna í þorpinu.
 • fá tækifæri til að spreyta þig á nýju tungumáli og læra smá Swahili.
 • valdefla konurnar í þorpinu með því að vinna saman að menntun, heilsu og verkefnum sem gætu orðið að tekjuöflun fyrir þær.
 • synda með háhyrningum í þeirra náttúrulega umhverfi, reynsla sem þú aldrei gleymir. 
 • snorkela og kafa innan um sum heimsins stórbrotnustu kóralrif.

Hvað er að vera heilbrigður?

Staðsetningin

Zanzibar

Zanzibar er hitabeltisparadís, sem liggur rétt við strönd Tanzaníu. Eyjan á mikla sögu og menningu og þar er að finna sumar af fallegustu ströndum austurhluta Afríku. Ef þú ímyndar þér kristalstæran, himinbláan sjó og endalausa, hvíta sandströnd þá á það við um Zanzibar. Við komu þangað flýgur þú til Stone Town, sem er iðandi borg viðskipta. Þar versla menn með krydd, ávexti og ferskan fisk á hverju horni. Stone Town státar líka af því að vera á heimsminjaskrá UNESCO.

Þorpið

Rétt í um klukkustundar fjarlægð frá Stone Town er hið fallega þorp Jambiani, sem mun verða heimili þitt á meðan á kennsluverkefninu stendur.  Þér mun verða heilsað af ótrúlega, hvítum, flaueslmjúkum sandi sem liggur meðfram allri strandlengjunni með pálmatré á dreif og hlýlegum og vingjarnlegum heimamönnum Hér muntu taka þátt í sjálfboðastarfinu og sökkva þér niður í samfélagið.

Gistingin

Þú munt búa í strandhúsi með öðrum sjálfboðaliðum og starfsfólki rétt við sjóinn á svæði sem er þekkt fyrir snorkel, köfun og tækifæri til að koma auga á sjávardýr. Hvort sem þú hoppar í volgt vatn Indlandshafs til að skoða kóralrif, snorkela með háhyrningum eða sóla þig á ströndinni þá er Zanzibar hinn fullkomni staður til að komast frá önnum daglegs lífs og um leið að leggja til langtíma og varanlegra breytinga til hins betra fyrir heimamenn.

Tímalengd verkefnis

Hægt er að vera í 2 til 12 vikur eða hámark að 90 dögum.

 

Vinnan og gildi hennar

Sjálfboðastarf Zanzibar

Menntun

Menntun er grunnur alls starfsins. Með fullum stuðningi og þjálfun reyndra starfsmanna þá hjálpar þú við að bæta enskukunnáttu í þessum vinsamlega strandbæ. Byrjaðu daginn með reiðhjólaferð í leikskólann til að kenna og hafa gaman og síðan til baka í hádegisverð í strandhúsinu. Síðdeginu verð þú við útikennslu. Þú færð einnig tækifæri til að aðstoða í krakkaklúbbi í gagnvirkum leikjum við börn frá samfélaginu. Vertu hluti af vaxandi menntunaráætlun til að valdefla heimamenn í gegnum fræðslu og sjáðu nemendur vaxa skref fyrir skref.

Sjálfboðastarf Zanzibar

Valdefling kvenna

Sem sjálfboðaliði í Zanzibar muntu einnig hjálpa við að styrkja og stuðla að valdeflingu kvenna í þorpinu í gegnum viðbóðar enskunám, sem fer fram síðdegis fyrir eldri konur. Lögð er áhersla á heildræna nálgun að menntun og jafnrétti og því er stutt við alla aldurshópa og bæði kynin.

Sjálfboðstarf Zanzibar
Sjálfboðastarf Zanzibar

Þróun skólans

Sem hluti af menntunaráætluninni hefur nýlega verið safnað af fyrri sjálfboðaliðum og byggð útikennsluaðstaða þar sem boðið er upp á fría enskukennslu fyrir fullorðna. Hvenær sem tækifæri er getur þú leikið stórt hlutverk við að þróa miðstöðina í átt að betra námsumhverfi fyrir nemendur. Hvort sem það er að vinna í garðinum, mála, endurnýja húsgögn eða einhver önnur kunnátta sem þú hefur yfir að búa mun koma að gagni. Þú munt einnig aðstoða við að bæta og þróa námsaðstöðu þorpsskólans.

Sjálfboðastarf Zanzibar

Umhverfisvitund

Alveg eins og að kenna og hafa skemmtilegan tíma á þessari hitabeltisströnd þá getur þú tekið þátt í að halda umhverfinu hreinu og öruggu fyrir alla. Með því að  tína upp rusl á ströndinni og í þorpinu setur þú gott fordæmi fyrir aðra. Þú getur einnig sýnt umhverfisvitund með því að gróðursetja tré eða endurnýja ruslið svo það komi að einhverju gagni.

Frítími og ferðir

Leiðangur Kilimanjaro&Zanzibar

Innanlandsferðir

Ef þú dvelur aðeins fram yfir tímann í sjálfboðastarfinu þá býður Tanzanía upp á sumar bestu safaríferðir heims. Að sjá dýralífið og sólarlagið í Serengeti og Ngorongoro Crater lætur mann standa á öndinni. Talandi um að standa á öndinni þá er Kilimanjaro fjallið alltaf spennandi staður að klífa fyrir þá sem eru vel á sig komnir.

Sjálfboðastarf Zanzibar

Viðburðir

Þú getur notið eftirréttarveislu eitt kvöld í viku með hinum sjálfboðaliðunum og verið gestgjafinn og einu sinni í viku fá sjálfboðaliðar það verkefni að skipuleggja leikjakvöld eða aðra skemmtun. Hefðbundni, matur heimamanna er heilmikil reynsla sem þú gætir notið að smakka á í leikskólanum eða á heimili kennara og lagt þannig til tekna þeirra.

Leiðangur Afríka

Íþróttir

Zanzibar er ekki bara um frábæran mat. Að horfa frá stöndinni yfir  himinblátt Indlandshafið er hin fullkomna umgerð fyrir notalega göngutúra á ströndinni þar sem þú getur grafið berar fæturna í mjúkan sandinn, skokkað, farið í yoga, eða tekið nokkrar líkamsræktarsveiflur við mjúkar öldurnar um leið og þú virðir fyrir þér sólaruppkomu eða sólarlag.

Sjálfboðastarf Zanzibar

Vatnsíþróttir

Zanzibar er hin fullkomna staðsetning með ótrúlega góðri aðstöðu fyrir ýmsar vatnsíþróttir svo sem að snorkela, synda innan um sjávardýr, fara í bátstúra og seglskipaferðir, kafa og leika sér með flugdreka.

Sjálfboðastarf Zanzibar

Menningarferðir

Zanzibar hefur ofgnótt af aðdráttarafli fyrir ferðamenn. Allt frá borgar og kryddferðum til Jozani skógar og Stone Town þá verður þú ekki uppiskroppa með spennandi valmöguleika. Stone Town er menningarmiðstöð Zanzibar þar sem þú finnur bugðótt öngstræti, moskvur og markaði iðandi af lífi þar sem þú getur gert frábær kaup.

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
610964163752
1324232018151310211916
2729201730
2724
31

Upphafsdagsetningar eru annan hvern mánudag nema í janúar, júlí og ágúst. Í júlí og ágúst eru komudagar alla mánudaga. Síðasti upphafsdagur ársins er 30. nóvember og þá aðeins hægt að dvelja í 2 vikur vegna jólaleyfa.

Verð: 2 vikur €1490, 4 vikur €2140, 8 vikur €3440

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Gisting á meðan á verkefninu stendur í sjálfboðaliðahúsi í Jambiani – þægilegt, öruggt og líflegt hús.
 • 3 ferskar og ljúffengar máltíðir eldaðar af heima kokki.
 • Flutningur til og frá flugvelli í gististað.
 • Reynt alþjóðlegt og heima starfsfólk sem býr og vinnur með þér daglega.
 • Kynning og þjálfun svo að þú getir lagt þitt af mörkum á sjálfbæran hátt.
 • Öll nauðsynleg tæki og gögn sem þú munt þarfnast vegna verkefnisins.
 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug á áfangastað
 • Ferðatryggingar
 • Áritunarkostnaður
 • Helgarferðir eða nokkrar ferðir sem eru ekki inni í verkefninu.
 • Snakk, gosdrykkir, minjagripir eða aðrir hlutir til persónulegrar notkunar
 • Þvottar
 • Nettenging – hún er hæg

Hafðu Samband