Kruger - Ljósmyndun og verndun

Undir leiðsögn og kennslu faglærðs ljósmyndara öðlast þú þekkingu og reynslu í að taka myndir af villtum dýrum. Um leið leggur þú til verndunar dýralífs í Suður – Afríku. Með þeirri þekkingu sem þú öðlast styður þú við óhagnaðardrifið starf sem unnið er að – það er að auka vitund um umhverfið og nauðsyn verndunar á Kruger svæðinu.

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • vinna við hliðina á atvinnuljósmyndara sem veitir þér faglega tilsögn svo þú verðir fær ljósmyndari.
 • auka kunnáttu þína og þjálfun í að ljósmynda villt dýr, fugla, landslag, gera ljósmyndatilraunir og fleira á meðan á daglegum störfum þínum stendur sem sjálfboðaliði.
 • fá tækifæri til að nota ljósmyndakunnáttuna í öðrum verkefnum – allt frá því að auka við auðkenningalistann fyrir rannsóknarstarfið til skýrslu um þróun annarra verkefna í nærumhverfinu.
 • öðlast skilning á siðfræðilegum þáttum dýralífsljósmynda og hlutverki þess í verndun.
 • læra hvernig myndir þínar geta skipt máli í sambandi við verndunarstarf, fjáröflun, markaðsetningu og fleira.
 • læra um plöntu og dýralíf af sérfróðum leiðsögumönnum sem veita þér nákvæmar og faglegar leiðbeiningar við ljósmyndatökur þínar.
 • búa í víðáttu Afríku, sjá hin stóru 5 og rannsaka hið gríðarmikla og undraverða landslag.

Staðsetningin

Þú munt dvelja í rúmgóðum höfuðstöðvum sem einnig hefur á að skipa stórri sundlaug og mörgum smáhýsum. Þú deilir húsakosti með öðrum sjálfboðaliðum, nemum og starfsfólki á 18 hektara landi sem staðsett er á Stór Kruger svæðinu í Suður Afríku. Staðurinn er umkringdur friðuðum svæðum með fjölbreyttu dýralífi og aðeins í 45 mínútna fjarlægð frá hinum heimsfræga Kruger þjóðgarði. 

Hvort sem þú vilt taka þér skólahlé, öðlast nýja vinnureynslu eða fara í öðruvísi frí frá starfi þá er þetta reynsla sem veitir þér nýtt sjónarhorn, nýja þekkingu, nýja vini og opnar þér dyr inn í hinn fallega heim villtra dýra Afríku. Þú getur einnig fengið aðstoð við að skipuleggja helgarferðir til spennandi staða í nágrenninu og þar á meðal til hinna heimsþekktu Blyde River Canyon.

4 vikna verkefni

Þetta verkefni stendur í 4 vikur. Það byrjar með öflugu námsskeiði í ljósmyndun undir leiðsögn fagljósmyndara. Undir leiðsögn hans í þessu óviðjafnanlega umhverfi Stór Kruger svæðisins í Suður-Afríku hafa þátttakendur tækifæri til að bæta kunnáttu sína í ljósmyndatækni og kynnast sumu af mest einkennandi og frægasta dýralífi Afríku og um leið að leggja til þess sem er svo mikilvægt, rannsóknir, samfélagið og umhverfismál.

Vinnan og gildi hennar

Ljósmyndun Kruger

Fyrstu vikuna muntu taka þátt í öflugu námskeiði þar sem þú undir handleiðslu færs ljósmyndara lærir allt um grunnatriði, fagleyndarmál og aðalatriði í ljósmyndun. Þér verður kennt hvernig þú notar vélina og hvað þú þarft að einbeita þér helst að þegar þú tekur myndir. Þú færð verkefni til að ná ramma, litum, hreyfingu, lágmyndum og miklu fleira. Allt gerir þetta þig betri í að nota tæknina og ná virkilega góðum ljósmyndum. Einnig lærir þú að framkalla myndir þínar í Abobe Lightroom svo þær standi upp úr fjöldanum.

Í hverjum mánuði er haldin ljósmyndasamkeppni þar sem hver getur lagt fram 5 af sínum myndum.

Ljósmyndun Kruger

Viku 2, 3, og 4 muntu taka þátt í að leggja til stærri markmiða á Kruger svæðinu. Þú heldur áfram að auka og þróa ljósmyndahæfni þína allan tímann. Það er markmið að veita þér raunhæfa hugmynd um hvað felst í að vera fagljósmyndari, framkalla og fá bestu nýtingu ljósmynda þinna. Með margvíslegum hætti verður þér kennt að skapa myndir sem jafnast við myndir National Geographic, hvernig hægt er að kynna þær í samhengi og finna út tækifæri til sýningar. Í lok 4. viku muntu verða undrandi á árangrinum. Þú munt einnig aðstoða rannsóknarteymi með því að taka myndir af dýrum svo hægt sé að þekkja þau aftur. Þannig er hægt að fylgjast með heilsu, ferðum og hegðun þeirra. Þú munt m.a. mynda skriðdýr á skriðdýramiðstöð, tjalda í kjarrlendinu til að taka lágskyggnimyndir og taka þátt í skólakynningum þar sem kynnt er mikilvægi umhverfisverndunar.

Frítími og ferðir

Það er nógur frítími eftir dagsverkið þar sem þú getur slakað á við sundlaugina, farið á barinn, séð mynd eða farið með öðrum sjálfboðaliðum að skoða dýrin. Stundum eru leiðsögumenn og starfsfólk með kynningar um Afríku og íbúana. Vikulega er borðað úti við stóran, flottan eld. Þú getur tekið þátt í ýmsum viðburðum þar sem t.d. er haldin spurningakeppni eða fjársöfnun. Um helgar hefur þú tækifæri til fara í spennandi ferðir eins og safaríferð með leiðsögn í Kruger þjóðgarðinn, farið hina heimsfrægu Panorama Route og séð þriðja stærsta árgljúfur heims; Blyde River Canyon, Þú getur lært um menningu Shangaan í gegnum dans og tónlist eða heimsótt nærliggjandi þorp, verslað ís eða snakk og farið á markaði. Þú getur jafnvel skroppið til litla konungsríkisins Swaziland.

Blyde River Canyon - Kruger

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
26232219171412964127
29

Upphafsdagsetningar eru einu sinni í mánuði allt árið nema í desember, þá eru tveir upphafsdagar.

 • Verð 4 vikur er €3167

Innifalið í verkefnagjaldi:

 • Gisting á meðan á dvöl stendur í sjálfboðaliðahúsi, sem er umlukið villtu landslagi.
 • 3 gómsætar máltíðir á dag eldaðar af kokki.
 • Sótt á flugvöll og ekið til baka þegar verkefninu er lokið.
 • Reynt alþjóðlegt og innlent starfsfólk, sem býr og vinnur með þér daglega.
 • Nákvæm kynning frá fagljósmyndara sem býr á staðnum.
 • Leiðbeiningar og stuðningur frá fagljósmyndara allan tímann.

Ekki innifalið í verkefnagjaldi:

 • Ljósmyndabúnaður og fartölva
 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Áritanir
 • Snakk, gosdrykkir, gjafir og minjagripir
 • Þvottar
 • Þráðlaust net- það er hægfara

Hafðu Samband