Kruger - Hér kem ég!

Í þessu leiðangri muntu ferðast til þriggja landa. Þú kynnist mörgu af því besta sem suðurhluti Afríku hefur upp á að bjóða með tilliti til dýralífs, menningu, stranda, landslags og náttúru. Þú hefur ævintýrið á 5 daga safaríferð í hinum heimsþekkta Kruger þjóðgarði.

Sem þátttakandi í þessum leiðangri:

 • muntu fara í 5 daga safaríferð í hjarta Kruger þjóðgarðsins og gista á tjaldsvæði undir hinum afríska himni í 4 nætur.
 • taka þátt í sjálfboðastarfi í litla konungsríkinu Svasílandi næstu 10 daga.
 • geta valið á milli þriggja sjálfboðaverkefna í Svasílandi, leikskóla, bygginga eða íþróttastarfs.
 • ferðast til Mozambique í fjórðu vikunni og nýtur viku ævintýris við strendur Tofo við hið hlýja Indlandshaf.
 • muntu næstu 12 daga gefa meira af þér til betra lífs í sjálfboðastarfi þínu í hinu litla konunugsríki.
 • kynnist þú næstu 11 daga Cape Town betur og ferðast hina þekktu og rómuðu leið, Garten Route.
 • Muntu ef þú velur 11 eða 12 vikna dvöl fá meiri tíma til að skoða hina stórbrotnu borg Cape Town.
 • muntu að endingu með 11 eða 12 vikna dvöl njóta þess að leggja hönd á plóg í sjálfboðastarfi á Hout Bay svæðinu með börnum sem standa höllum fæti í lífinu.

Áfangastaðir

Svasíland

Svasíland er minnsta landið á suður hveli jarðar. Það er einnig eitt af síðustu konungsríkjunum í Afríku. Það er samt eitt áhugaverðasta landið þar sem þú getur verið öruggur um að eiga frábæra dvöl, öðlast dýrmæta reynslu og að fara heim með ógleymanlegar minningar. Svasíland er eins og smækkuð útgáfa af Afríku með sterkum hefðum, fjörugum hátíðum og vinsamlegu, rólegu fólki. Þetta er land með sláandi náttúrufegurð.  Svasíland hefur miklar víðáttur af friðlýstum landssvæðum og þjóðgörðum miðað við svona lítið land. Þú getur komist í ótrúlega nálægð við svarta og hvíta nashyrninga og fíla á sumum af þessum svæðum. Í

Mosambík

Heillandi strandlengja og töfrandi eyjaklasar, frábær aðstaða til köfunar, litrík þjóðarmenning og aðlaðandi höfuðborg, – gera Mósambík að einu best geymda leyndarmáli suðurhluta Afríku. Átök innanlands eru að baki og landið er á góðri leið að verða fastur liður á lista ferðamanna sem vilja sjá það besta sem Afríka býður upp á. Þjóðfélag Mósambíkur er einstök blanda af afrískum, arabískum, indverskum og portúgölskum áhrifum, – maturinn er kryddaðri, tónlistin jazzaðri og takturinn almennt afslappaðri en hjá enskumælandi nágrönnum landsins. Í þessum leiðangri er boðið upp á viku flatmögun og margs konar afþreyingu á ströndinni í strandbænum Tofo.

Suður Afríka

Suður Afríka er heillandi og flókið land. Mikil gerjun hefur átt sér stað eftir að aðskilnaðarstefnan var aflögð, og stundum er nánast eins og hægt sé að taka á henni. Fyrir hinn klassíska ferðamann er nóg að sjá og gera: hefja daginn með því að flatmaga á hvítum og óendanlegum baðströndum, eyða eftirmiðdeginum í nánast snertifjarlægð frá rymjandi flóðhestum, gíröffum og fílum á gresjunum og ljúka deginum yfir lúxusveitingum undir blóðrauðu sólarlaginu. Cape Town er heimsþekkt fyrir matarmenningu og Garten Route er þekkt fyrir hin fögru sjávarþorp og bæi með hina fornu skóga og hrikalegu fjöll í baksýn og svo allt það sem hægt er að gera og sjá á leiðinni.

 

Lengd ferðar

8, 11 eða 12 vikur

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Flutningur frá flugvelli í Johannesburg til Svasílands
 • Gisting og fullt fæði, nema í Garten Route ferðinni
 • Kynning við komu um landið, menningu og starfið
 • Stuðningur frá starfsfólki og verkefnastjóra 24/7
 • Þjálfun og gögn sem þarf við sjálfboðastarfið
 • Leiðsögumaður allar ferðir í dagskránni
 • Ferðir á milli staða nema innanlandflugið á milli Johannesburg og  Cape Town
 • Akstur frá flugvelli í Cape Town við komu þangað og brottför við lok verkefnis.
 • Fjárframlag til sjálfboðaverkefnisins
 
 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug til Johannesburg og frá Cape Town alþjóðaflugvöllum
 • Ferðatryggingar
 • Áritanir
 • Drykkir, snakk, minjagripir og gjafir
 • Valkvæmar ferðir eða ferðir sem er ekki getið í dagskrá
 • Hádegismatur og kvöldmatur í Garten Route ferðinni
 • Flugið frá Johannesborgar til Cape Town
 • Fargjöld á milli í sjálfboðaverkefninu í Svasílandi

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
6326416375--

Upphafsdagsetningar eru fyrsta mánudag alla mánuði ársins nema í nóvember og desember.

Verð 8 vikur $4450, 11 vikur $5133, 12 vikur 5360

Hafðu Samband