Fyrri vikuna þína í þessari ferð muntu búa í sjálfboðaliðahúsinu í Muizenburg í aðeins 3 mínúntna fjarlægð frá einni vinsælustu strönd suður skaga Cape Town. Í viðbót við að vera ein besta brimbretta ströndin á svæðinu þá eru þar líflegir barir, kaffihús og frábær veitingahús. Frá þessum stað munt þú fara daglega til Khayelitsha þann tíma sem þú gefur vinnu þína sem sjálfboðaliði. Í frítímanum er svo margt sem þú getur gert t.d. farið upp Table Mountain, heimsótt hina sögufrægu Robben Island, farið í fallhlífarstökk, kajakferðir á sjónum, sótt strandir, í vínsmökkun til sláandi vínekra eða í þyrluflug yfir borgina.