Cape Town - Kennsla og bakpokaævintýri

Verðu tveimur vikum í Cape Town og kenndu börnum sem eiga undir högg að sækja áður en þú heldur  áfram leiðangrinum og þræðir hina heimsfrægu Garden Route.

Sem þátttakandi í þessum leiðangri muntu:

 • Upplifa allt það sem Cape Town og umhverfi hefur upp á að bjóða í tveggja vikna ferð fullpakkaðri af ævintýrum.
 • Aðstoða fátæk leikskólabörn í bæjarfélagi í Cape Town og vinna með kennurum við að skipuleggja, kenna bekkjum og veita börnum einstaklingsathygli.
 • Hjálpa við að skapa bjartari framtíð í hverfum Cape Town þar sem fátækt og ójöfnuður ríkir. 
 • Sjá um lærdómsríka afþreyingu eftir skóla með börnum sem standa höllum fæti í samfélaginu.
 • Hefja Garden Route ferðalagið, leið sem er ein sú fegursta í heimi og þú ferðast með ferðaskipuleggjanda ársins 2018.
 • Finna þekktustu dýr Afríku í safaríferð og upplifa útivist þar sem er farið m.a. í kajak, göngur og tám dýpt í sjóinn.

Brettað í sandinum

Áfangastaðir

Yfirlit

Þrátt fyrir að vera ein af vinsælustu áfangastöðum í heiminum þá koma margir í heimsókn og hafa ekki hugmynd um hvernig líf fátæka fólksins í úthverfum Cape Town er. Khayelitsha – það stærsta –  er með fólksfjölda um 2 milljónir og samkvæmt tölfræðinni er tala atvinnulausra, HIV smitaðra og munaðarleysingja sláandi. Samstarfsaðilar okkar hafa unnið síðan 2014 að þvi að bæta kjör fólksins og þér er boðið að taka þátt í eina viku áður en þú leggur upp í ævintýraferðina þína. Framlag þitt mun fara beint í stuðning við börn og það veitir þeim menntun sem aftur gefur þeim jákvæða byrjun við upphaf skólagöngu.

 

Vika eitt

Fyrri vikuna þína í þessari ferð muntu búa í sjálfboðaliðahúsinu í Muizenburg í aðeins 3 mínúntna fjarlægð frá einni vinsælustu strönd suður skaga Cape Town. Í viðbót við að vera ein besta brimbretta ströndin á svæðinu þá eru þar líflegir barir, kaffihús og frábær veitingahús. Frá þessum stað munt þú fara daglega til Khayelitsha þann tíma sem þú gefur vinnu þína sem sjálfboðaliði. Í frítímanum er svo margt sem þú getur gert t.d. farið upp Table Mountain, heimsótt hina sögufrægu Robben Island, farið í fallhlífarstökk, kajakferðir á sjónum, sótt strandir, í vínsmökkun til sláandi vínekra eða í þyrluflug yfir borgina.

Vika tvö

Í viðbót við að hafa frítíma til að skoða allt það sem Cape Town hefur upp á að bjóða fyrstu helgina þína í borginni þá er vika tvö fullkomnlega samtvinnuð við Garden Route ferðalagið. Þessi leið meðfram strandlengjunni er sláandi falleg og ein er sú besta í heiminum. Hin sérstæða náttúrufegurð, strandir á heimsklassa, frábær farfuglaheimili, fjöldi afþreyinga sem koma adrenalíninu virkilega af stað, gróður og dýralíf sem er svo einkennandi fyrir staðinn og ótrúleg safaríferð – jafnvel fleiri en ein – þá er auðvelt að skilja hvers vegna. 

Ferðin endar í Cape Town.

Kajakróður í þjóðgarði Garden Route

Lengd ferðar

Leiðangursferðin er í 2 vikur.

Innifalið í verkefnagjaldi

Vika eitt:

 • Flutningur til/frá flugvelli
 • Gisting á farfuglaheimili fyrstu nóttina eftir komu
 • Gisting og fullt fæði, 3 máltíðir á dag í sjálfboðaliðahúsinu, ekki máltíðir um helgar
 • Stuðningur og aðstoð frá starfsfólki og verkefnastjóra
 • Þjálfun og gögn sem þarf við sjálfboðastarfið
Vika tvö:
 • Fagleg leiðsögn og allur flutningur
 • Sótt og skilað (annað hvort á flugvöllinn eða valda gistingu í Cape Town
 • 5 nótta gisting í heimavistar stíl. Hægt að kjósa aðra gistingu gegn aukagjaldi
 • Morgunmatur og kvöldmatur nema dag 5

Eftirfarandi afþreying:

 • Vínsmökkun Garden Route
 • Cango Caves ævintýraferð Garden Route
 • Kajakferð í ósnortnu landslagi þjóðgarðs Garden Route
 • Dýraskoðun i Addo fílagarði, Garden Route
 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug til/frá Cape Town alþjóðaflugvelli
 • Ferðatryggingar
 • Áritanir
 • Drykkir, snakk, minjagripir og gjafir
 • Valkvæmar ferðir
 • Helgarmáltiðir og allir hádegisverðir viku tvö
 • Þvottar og þráðlaust net
Leiðangur Cape Town

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
1921121075213118
1615262421129272522
291916
2623
30

Upphafsdagsetningar eru annan hvern sunnudag nema í júlí og ágúst er það alla sunnudaga. Enginn í desembermánuði.

Verð: 2 vikur €1779

Hafðu Samband