Kenya - kennsla, safarí, strandævintýri

Það er öruggt að safari á uppruna sinn í Kenýa. Safari er Swahili fyrir ferðalag og trúðu því að engin bíómynd getur undirbúið þig fyrir árlega búferlaflutninga gnýa (the great wildebeest migration) í Masaai Mara þjóðgarðinum.

Sem þáttakandi í þessari ferð muntu:

 • Uppgötva raunverulega merkingu orðsins “Hakuna Matata” í þessari viðburðaríku 2 vikna leiðangursferð þar sem þú skoðar mest einkennandi og frægustu staði Kenya og falda fjársjóði.
 • Sýna ábyrga ferðahegðun með því að gefa til baka til samfélagsins með sjálfboðastarfi í eina viku í kennslu og barnaverndarverkefni í hæðum Limuru.
 • Leggja upp í safaríferð í hinn heimsfræga Maasai Mara þjóðgarð, sem er heimkynni hinna miklu búferlaflutninga gnýa (the great wildebeest og migration) og hinna stóru 5.
 • Fara til Diani Beach strandar og njóta hvíta sandsins og krystaltæra vatnsins í fjögurra nótta fríi frá öllu amstri og í sannkallaða strandparadís.
 • Rannsaka hina líflegu og kröftugu borg Nairobi og koma við á fílamunaðarleysingjaheimilinu David Sheldrick.
 • Falla alveg fyrir hinni ríku menningu Swahili með heimsóknum í þorpin og á markaði með ferðafélögum þínum.

.

Áfangastaðir

Yfirlit

Kenya er án efa einn af bestu stöðum jarðar til að skoða dýralíf og að kynnast hefðbundinni afrískri landsbyggðarmenningu. Þetta er land Maasi Mara, eins elsta ættbálks Afríku og sem er frægur fyrir hina sönnu tilfinningu villtrar náttúru. Samt er Kenya margbreytileg. Hún státar af strandlengju með sumum af ósnortnustu og fallegustu ströndum álfunnar á meðan hin kröftuga höfuðborg, Nairobi er miðstöð nýjunga og viðskipta.

Sjálfboðavinna

Þótt Kenya gæti virst hafa það allt lifir 42% af þjóðinni undir fátæktarmörkum og þjáist af miklum ójöfnuði. Allt frá árinu 2014 hafa samstarfsaðilar okkar reynt að berjast á móti þessum ójöfnuði í dreifðum byggðum Limuru. Þú ert boðinn velkominn að bætast í hópinn og kenna í eina viku sem sjálfboðaliði. Framlag þitt mun styðja við börn sem standa höllum fæti og aðstoða við að veita þeim menntun sem þau annars ekki fengju. 

Safarí og strönd

Til að skilja Kenya betur, fjölbreytta menningu og staði er þessi fyrsta vika fullkomlega samtvinnuð við viku númer tvö þar sem þú ferð að skoða hin heimsfrægu friðlönd Maasai Mara ættbálksins og gistir þar í 2 nætur og brunar síðan í tilkomumikilli lestarferð í gegnum hjarta Kenya til Mombasa og dvelur 4 nætur á hvítum söndunum við Diani Beach. Land sem hefur þjóðgarða á heimsklassa, mesta dýralífs sjónarspil á jörð, hitabeltisstrandir, mikla menningu og vinsamlega heimamenn gerir Kenya að stað sem bara verður að fara til á vit ævintýra.

Búferlaflutningur Gnýja

Eitt af undrum veraldar

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
521537526416
129812101412913118
1916151917211916201815
2623222624282623272522
29313029

Þessi leiðangursferð með viku sjálfboðastarfi er tveggja vikna dagskrá. Upphafsdagar eru alla sunnudaga ársins, en í desember er aðeins hægt að taka þátt fyrsta sunnudaginn  í mánuðinum.

Verð: €2617

Innifalið í verkefnagjaldi

 • 14 nátta gisting, þar á meðal í sjálfboðaliðahúsi í Limuru, tjaldsvæði í Maasi Mara og farfuglaheimili við Diani Beach.
 • Flutningur til/frá flugvelli.
 • Máltíðir fyrstu 10 dagana aðeins.
 • Safaríferð með leiðsögn í Maasi Mara þjóðgarðinum.
 • Framlag, sem dekkar þjálfun og gögn sem þarf svo sjálfboðaliðastarf þitt geti komið til góðs.
 • Allur flutningur nema lestarferðin frá/til Nairobi og Mombasa.
 • 24/7 stuðningur allan tímann frá starfsfólki meðan á sjálfboðaliðastarfinu og svo áfangasérfræðingnum.

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug til/frá Nairobi flugvelli.
 • Ferðatryggingar
 • Áritanir
 • Allur aukakostnaður vegna skoðunarferða sem eru ekki innifaldir í dagsskrá meðan dvalið er í Limuru, Nairobi eða Diani Beach.
 • Lestarfargjöld til/frá Nairobi til Mombasa. Aðstoð er veitt við að bóka farið.
 • Minjagripir, snakk, drykkir og gjafir.

Hafðu Samband