Kilimanjaro og Zanzibar

Tanzania er mjög stórt land að skoða, en með leiðangursferð í nágrenni Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku í eina viku og Zanzibar með sínum flauelsmjúku ströndum aðra viku færðu innihaldsríka og fjölbreytta reynslu.

Kilimanjaro - Hér kem ég

Sem þátttakandi í þessum leiðangri muntu:

 • Uppgötva hina miklu menningu og fegurð Tanzaníu í þessum tveggja vikna leiðangri þar sem þú skoðar héraðið við Kilimanjaro og hitabeltissandana í Zanzibar.
 • Verja viku þar sem þú sekkur þér niður í sjálfboðastarf í kennslu og samfélagsverkefni í dreifbýlinu Moshi. Þú munt styðja við meðlimi Maasi ættbálks, leikskóla og menntun fullorðinna. 
 • Skoða hæsta fjall Afríku, Mt. Kilimanjaro þaðan sem þú vinnur og býrð í ekta tanzanísku þorpi.
 • Verð viku númer tvö í paradís, dekruð af endalausum, hvítum sandströndum og kristaltæru vatni í Zanzibar.
 • Slæst í för sjálfboðaliða í einn dag þar sem þú velur að taka þátt í starfi þeirra í landi eða hoppa um borð til að rannsaka villta háhyrninga.
 • Fá bragð af einföldu lífi á meðan þú dvelur á farfuglaheimili, strandbústað (bungalow) og loks kannski  (val) í vistvænni gistingu í fenjaviðarskógi.
 • Upplifa það besta í Kilimanjaro og Zanzibar í vistvænni ferð (þeirri sem eflir og styður við heimamenn).

Velkomin

Áfangastaðir

Tanzania

Tanzania er stærsta land Austur Afríku og ákjósanlegur staður fyrir þá sem hafa áhuga á menningu og sögu. Þar er stærsta fjall Afríku – Mt. Kilimanjaro – og einn elsti afríski ættbálkurinn – Maasi – Fyrir utan strönd Tanzaniu er hinn ótrúlega eyja, Zanzibar, fræg fyrir fallegar strandir, mikla menningu og áhugaverða sögu, en hún var miðstöð verslunar og tengdi saman Arabíu, Indland og Afríku. Þar sem Tanzania er stórt land að skoða rammar heimsókn til Kilmanjaro og Zanzibar inn innihaldsmikla sýn af landinu. Þú getur svo bætt við óvenjulegu dýralífi í landi og hafi. Þetta er óviðjafnanleg samsetning.

Sjálfboðastarf

Þessi ferð hefst í hinum hefðbundna Tanzniu bæ, Moshi, sem er stutt frá Kilimajaro alþjóðaflugvelli. Viku eitt muntu dvelja með sjálfboðaliðum við að efla heimamenn. Þú munt aðstoða við að berjast gegn fátækt og styrkja samfélagið við að menntast ásamt öðrum alþjóðlegum sjálfboðaliðum.  Það er traustur hópur af nemum sem unnið er með hverja viku þeim að kostnaðarlausu og svo er stutt við líflegan leikskóla. Það hefur myndast traust samband við meðlimi Maasi ættbálksins svo þú munt líka aðstoða við tungumálanám þeirra. Á móti lærir þú um einstaka lífshætti þeirra.

Zanzibar

Paradísareyjan, Zanzibar, rík af menningu og fegurð er staðsett við strönd meginlands Tanzaniu. Þar er svo margt að uppgötva, allt frá hinni kröftugu borg, Stone Town (sem er á heimsminjaskrá og fræg fyrir krydd og viðskiptasögu) til gróskumikilla skóga, endalausra sandstrandna, kóralrif og gestrisna, vingjarnlega íbúa. Þessi velfaldi gimsteinn er orðinn vinsæll sem áfangastaður af góðri ástæðu. Fleiri og fleiri ferðamenn koma til að uppgötva þessa ótrúlegu eyju sjálfir og velgeymdu leyndarmál hennar. Þú getur það líka þar sem þú ferðast um eyjuna og kynnist hápunktum hennar.

Zanzibar

DÝfðu tánum í flauelsmjúkan sandinn

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
610964163752
1324232018151310211916
2729201730
2724
31

Upphafsdagssetningar eru annan hvern mánudag nema í janúar, júlí og ágúst. Engir upphafsdagar eru í desember og einungis hægt að vera 2 vikur ef valinn er 30. nóvember sem byrjunardagur.

Verð 2 vikur: GBP 1960

Innifalið í verkefnagjaldi

 • 14 nótta gisting sem breytist frá sjálfboðaliðahúsi og farfuglaheimili yfir í strandbústað.
 • Sótt á Kilininjaro alþjóðaflugvöllinn við komu og til baka í lok dvalar ef flogið er þaðan og ekið á flugvöll til  Zanzibar og við lok dvalar.
 • Innanlandsflug frá Kiliminjaro til Zanzibar (ef bókað er á síðustu mínútu gæti farið hafa hækkað og er þá rukkað um mismuninn).
 • Flutningur frá Stone Town til Jambiani í Zanzibar.
 • 3 máltíðir á dag eldaðar af heimakokki á meðan dvalið er í Moshi þ.e. dag 1-7. Eitthvað af morgunverðum er innifalinn í Zanzibar, en annars sjá þátttakendur um máltíðir sínar sjálfir.
 • 24/7 stuðningur starfsfólks meðan dvalið er í Moshi og Jambiani og áfangastaðar sérfræðingurinn allan tímann.

Afþreying innifalin:

 • Gönguferð í Moshi
 • Gönguferð í Stone Town
 • Kryddferð í Stone Town
 • Heilsdags sjávarlífsævintýri í Kizimkazi 
 • Þorpsferð um Jambiani og kóralrifs snorklferð
 

Ekki Innifalið

 • Flug til Kiliminjaro flugvallar.
 • Flug heim að lokinni dvöl, getur verið frá Zanzibar eða frá Zanzibar í gegnum Kiliminjaro alþjóðaflugvöll.
 • Ferðatryggingar
 • Áritanir
 • Sumar máltíðir í viku tvö.
 • Öll viðbótar afþreying sem ekki er nefnd í dagskrá og þar á meðal vistvæna gistireynslan í skóginum.
 • Drykkir, snakk, gjafir og minjagripir og persónulegar þarfir.
Leiðangur Kiliminjaro&Zanzibar

Hafðu Samband