Livingstone - Endurvinnsla plasts

Vertu með í þessu verkefni sem er rétt hjá hinum stórkostlegu Victoria fossum og er fyrsta verkefnið sinnar tegundar og hefur verið  margverðlaunað fyrir nýsköpun og gæði. Þarna er einstakt tækifæri til að leggja hönd á plóginn og aðstoða gegn umhverfismengun og sóun í héraðinu með því að hreinsa upp, finna og skapa tækifæri til að nota rusl aftur, finna því nýtt hlutverk og endurvinna úrganginn. Sjálfboðaliðar vinna náið með samfélaginu við upphreinsun á þessu undurfagra svæði í Zambíu. Plastflöskur og annað plast rusl er notað til að búa til “vistmúr” sem er svo hægt að nota í nauðsynlegar byggingar. 

Hreinsum plast - finnum því ný hlutverk

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • Byggja upp vitund um plastmengun í þorpinu í kringum Livingstone með því að mennta fullorðna og börn um sóun og áhrif á heilbrigði, dýralíf og allt umhverfið.
 • Aðstoða við að draga úr sóun og áhrifin af plasti með því að búa til “vistvæna múra” sem hægt er að nota til að bygggja sjálfbært fyrir samfélagið. Þú getur jafnvel tekið þátt í byggingunni sjálfri ef þú treystir þér til.
 • Vera í framlínu vaxandi, heimatilbúinna lausna sem vinna að því að nota aftur og endurvinna plastúrgang og bjóða þannig upp á aðra valkosti en fleygja ruslinu um allt.
 • Vinna með meðlimum samfélagsins sem af ástríðu láta sig plastmengun varða og verða hluti af dreifbýlissamfélagi sem vinnur saman að menningarlegum, ábyrgum og samræmdum lausnum.
 • Verða hluti af hreinsunarhópnum í og í kringum Livingstone sem þar á meðal safnar rusli frá ánni Zambezi og hinum stórkostlegu Victoria fossum.
 • Búa og vinna nálægt hinum 7 náttúru undrum veraldar hinum tignarlegu Victoria fossum og njóta þess sem Livingstone hefur upp á að bjóða fyrir gesti, þar á meðal teygjustökk og flúðasiglingar.
 • Heimsækja nágrannalönd eins og Botswana, Namibia og Zimbabwe í spennandi, valkvæmum skoðunarferðum.
   

Staðsetningin

Livingstone

Livingstone í Zambíu er fallegur landsbyggðarbær og kalla margir hann hina “raunverulegu” Afríku. Rétt hjá er eitt af 7 undrum veraldar – Victoríu fossarnir. Livingstone er rétti staðurinn fyrir þá sem dá íþróttir, dýralíf og náttúru. Hvort sem þú ferð í teygjustökk, syndir í “Devil´s Pool”, ferð í flúðasiglingu niður Zambezi eða nýtur hins undursamlega sólarlags þá muntu upplifa það sem aðeins Livingstone hefur að bjóða.  Á meðan þú tekur þátt í þessu verkefni þá muntu dvelja í sér sjálfboðaliðahúsi innan um hin vinsælu og gestrisnu farfuglaheimili Livingstone. Þú munt hafa aðgang að yndislegri sundlaug, setustofu, grill og barsvæði. Gistingin þín er í 5 mínútna göngufæri frá miðbænum, sem hefur margar búðir og gott úrval af kaffihúsum og veitingahúsum. Ekki hafa áhyggjur. Þú munt ekki missa af dýralífinu. Það eru margir þjóðgarðar þar sem þú getur virt fyrir þér ljón, nashyrninga, flóðhesta, krókódíla, fíla og gíraffa. Oft sérðu sum af þessum dýrum meðfram veginum á leið í verkefnavinnuna.

Umhverfið

Plast, rusl og úrgangur hefur virkilega eyðilagt sum af þessum fallegu, náttúrulegu svæðum og haft slæm áhrif á líf þegna samfélagsins og dýralífið. En það er einfaldlega enginn staður til fyrir fólkið til að setja ruslið í. Það eru engar sorptunnur og engin frí sorpþjónusta í boði hjá bæjaryfirvöldum. Þar sem meirihluti fólksins lifir undir fátæktarmörkum þá geta þau ekki tekið sorpkostnað fram yfir skólagöngu og mat. Því er rusli, plasti og öðrum úrgangi hent í hrúgur við vegina sem er síðan brennt eða grafið. Eftir töluverða athugun þá var það ljóst að almenningur skildi að þetta væri slæmt en vissi samt ekki af hverju. Þess vegna er lögð rík áhersla á að fræða og leiða fram lausnir eins og fjöldahreinsun og þrýsta svo á yfirvöld um úrbætur í sorpmálum. Viðbrögð fólksins hefur sannarlega verið hvetjandi og þú getur orðið hluti af því.

Tímalengd verkefnis

Hægt er að taka þátt í 10 daga og svo 2, 4, 6, 8, 10 eða 12 vikur.

Vinnan og gildi hennar

Sjálfboðastarf Zambía

Fræðsla og vitund

Með umhverfis fræðslunámskrá í hönd halda sjálfboðaliðar  námskeið í skólum, félagahópum, kvennahópum,og fyrirtækjum um nauðsyn sorphirðu og hvernig og af hverju plast er að eyðileggja umhverfið. Með stuðningi starfsfólks allan tímann fræðir þú  um vandann og hvernig þetta er að hafa áhrif á heilsu fólks og svo hverjar hugsanlegar lausnir eru vegna plasts af sjó og landi. Að byggja upp vitund mun ráða úrslitum á þeirri vegferð að minnka sóun og mengun. Þetta getur orðið vakning á skapandi og hagkvæmum hugmyndum heimamanna sem svo mun aftur hjálpa við að draga úr sóun, nota aftur og endurvinna rusl þegar til lengri tíma litið.

Sjálfboðastarf Zambía

hreinsun

Að tína upp rusl er skemmtileg og fjótleg leið til að hafa áhrif strax og einnig frábær ástæða fyrir hressandi útiveru og hreyfingu. Fólkið í Lvingstone er alltaf áhugasamt að taka þátt í svona átaksverkefni svo þú munt mæta stórum hópum sem koma að tína í þorpunum og á hinum náttúrulegu, fallegu landssvæðum þar á meðal á árbökkum Zambezi og Muramba. Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á mikilvægi þessa starfs. Zambezi og þjóðgarðarnir í kring eru heimili sumra af mest einkennandi tegundum Afríku og þeim er nú ógnað af plasti sem flýtur frá nærliggjandi bæjum og þorpum.

Sjálfboðastarf Zambía

vistmúr

Stór partur af þessu verkefni er að nota það sem hefur safnast til að byggja hluti í gegnum ferli sem er nefnt “vistmúr”. Þetta er einstök, sjálfbær og ókeypis leið til að búa til efnivið í ótrúlegustu byggingar og á sama tíma er plast endurnýjað og rusl sem hefði annars endað í landfyllingu.

“Vistmúr” er flaska fyllt með alls konar mjúku plasti, þar á meðal plastpokum og öðru sem er ekki auðvelt að endurvinna. Þegar búið er að troða í flöskuna er henni lokað og hún notuð sem efnviður.  Síðan þetta verkefni hófst hefur þetta meðal annars verið notað í safnhaugakassa, hæsna og svínastíu. Sjálfboðaliðarnir hjálpa líka við að reka vöruskiptabúð þar sem vörur fást fyrir að skila inn “vistmúr”

 
 
 

building with ecobricks

 
 

draga úr, nota aftur, endurvinna

Markmiðið með þróun þessa verkefnis er að hjálpa fólki við tekjuöflun og varanlegra viðhorfsbreytinga svo skapist hagkvæmar aðferðir til að nota plast og fleira rusl aftur eða endurvinna það. Þetta er langferð, sem þarf orku þína, tíma og ástríðu. Til að veita þér innblástur þá  muntu fara í vettvangsferðir til að sjá heimagerðar lausnir sem þegar eru í gangi. Þar á meðal ferðu í stofnanir sem þegar eru að gera sitt besta að endurvinna plast og pappa. Með þessu færðu kannski innblástur og kemur með nýjar, ferskar hugmyndir um hvernig má draga úr sóun, endunýta og endurvinna eitthvað nýtt úr plasti og öðru rusli sem tilfellur.

 

Frítími og ferðir

Sjálfboðastarf Zambía

Ævintýri

Livingstone er aðgöngumiði þinn að ævintýrum. Nýttu þér að vera í nálægð við hina stórkostlegu Victoríu fossa og ævintýri sem Zambezi hefur upp á að bjóða. Skemmtisiglingar á Zambezi, vatnasafarí, flúðasiglingar og kajakróður eru allt leiðir þar sem þú getur kynnst hinu frábæra vatni. Þú getur líka farið á fjórhjól eða virt landslagið fyrir þér úr lofti.  Fyrir þá sem vilja að adrenalínið fljóti þá má reyna hið fræga teygjustökk eða gljúfrarólu.

 
Sjálfboðastarf Zambía

Safaríferðir

Livingstone er land safaríferðanna. Hér getur þú séð mikið af dýralífi, farið í nashyringa leiðangur eða jafnvel farið í bátasafaríferð og séð fíla meðfram Zambezi á frá bátnum. Þú getur líka farið um helgi í hinn fræga Chobe þjóðgarð í Botswana sem er hinum megin við landamærin.

Sjálfboðastarf Zambía

Afslöppun

Á gististað þínum í Livingstone hefur þú tækifæri til að fara í blak við heimamenn, rannsaka hin margvíslegu veitingahús og bari í bænum, hafa notalegt videókvöld undir stjörnunum og eiga góðar stundir með nýju vinunum þínum. Þar er falleg og stór sundlaug og barsvæði, sem eru stórkostlegir staðir til að slaka á eftir dagsverkið.

Sjálfboðstarf Zambía

menning og markaðir

Þótt þú munir verja mestum af tíma þínum á slóðum verkefnisins þá muntu einnig hafa tíma til að fara í menningarferðir til annarra afrískra þorpa, sem veitir þér frekari innsýn í öðruvísi lifnaðarhætti. Þú getur einnig skoðað og verslað á hinum mörgu mörkuðum og birgt þig upp af handgerðum hlutum fyrir fólkið þitt heima.

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
632641637527
131091311813101412914
201716201815201721191621
272423272522272428262328
30293130

Upphafsdagsetningar eru alla mánudaga alla mánuði ársins. Einnig í desembermánuði.

Verð:  2 vikur €1175, 4 vikur €1825

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Flutningur til/frá flugvelli
 • Gisting á farfuglaheimili í Livingstone, sérhús fyrir sjálfboðaliðana og starfsfólk verkefnisins, sem vinnur með þér daglega
 • Fullt fæði, 3 máltíðir á dag í sjálfboðaliðahúsinu, ekki máltíðir um helgar
 • Stuðningur 24/7 og aðstoð frá reyndu starfsfólki, sem er bæði alþjóðlegt og heimamenn.
 • Þjálfun og öll gögn sem þú þarft við sjálfboðastarfið
 
 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug 
 • Ferðatryggingar
 • Áritanir
 • Drykkir, snakk, minjagripir og gjafir
 • Valkvæmar ferðir
 • Helgarmáltiðir
 • Þvottar
 • Þráðlaust net – það er hæggegnt

Hafðu Samband