Zambia - Ljónaverndun og samfélag

Ímyndaðu þér Afríku án ljóna. Það væri eins og kóngsríki án kóngs. Ekkert væri meira eyðileggjandi fyrir þessa heimsálfu og efnahag þess en að tapa þessu þekkta, stórbrotna dýri. En það er engin leið önnur til að bjarga hinum einkennandi, villtu dýrum Afríku nema að fá samfélögin með í lið. Verndun villtra dýra og samfélagsstarf verður að haldast í hendur.

Í þessu verkefni muntu ekki aðeins spila stórt hlutverk í verndun ljóna heldur einnig vinna í skólum og kenna börnum mikilvægi hins tignarlega dýralífs sem þau búa innan um allt í kring.

Við erum nú svolítið hræddir

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • Verða hluti af rannskóknarteymi sem athugar stöðugt hegðun Dambwa ljónahópsins sem var endurhæfður af mönnum og sleppt. Athuguð eru líkamsör og hegðun og skoðað hvernig hópurinn bjargar sér út í villtri náttúruinni.
 • Nýtur einstakrar og ógleymanlegrar nálægðar við tignarleg ljón með því að annast þau sem eru í haldi, fóðra, hreinsa svæðin þeirra og um leið lærir þú að þekkja persónuleika þeirra. Einnig tekur þú þátt í að búa til leikföng úr náttúrulegum efnum sem efla færni þeirra og örvar veiði og skynhæfileika þeirra.
 • Vera miklu meira en kennari og meira eins og fyrirmynd þegar þú aðstoðar börn sem hafa dregist aftur úr í námi. Það gerir þú með einstaklingsstuðningi sem þau annars fengju ekki.
 • Aðstoða við breiða út boðskapinn um verndun dýralífs með námi um það í skólunum.
 • Fara í valkvæmar ferðir sem koma sko adrenalínflæði þínu af stað eins og teygjustökk og flúðasigling, heimsækja Chobe þjóðgarðinn í Botswana eða systurverkefni í Victoria Falls þar sem hægt er að ganga með ljónaungum í dagsferð. Þú vilt kannski njóta þess að sjá Victoria fossana í flugi eða synda í “Devil´s Pool” (árstíðarbundið).
 • Eignast vini til lífstíðar á meðan þú skiptir miklu máli í verndunarstarfi við eitt af sjö undrum veraldar, hinum tignarlegu Victoria fossun en líka við Mosi-oa-Tunya þjóðgarð.

Staðsetningin

Livingstone

Zambia er í einu af topp tíu sætunum yfir friðsömustu Afríku löndin og er Livingstone ár eftir ár dæmi um það. Þú munt ekki gleyma þeim áhrifum sem þetta land hefur á þig og mun það setja mark sitt á þig sem eftir er.

Aðsetur þitt er einungis 7 km frá Victoria fossunum og 3 km frá Zambezi ánni og miðbæ Livingstone. Staðsetningin gerir þér mögulegt að njóta alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Í nágrenninu er Mosi-ao-Tunya þjóðgarðurinn og svo Dambwa skógurinn þar sem ljónaverndunarstarfið fer fram. Lvingstone er frábær ferðamannastaður með fjölmenni, mikilli menningu og auðvitað hinum vinsælu Victoria fossum sem allir þurfa að sjá að minnsta kosti einu sinni. Vingjarnlegt og brosandi heimafólkið lætur þér líða eins og heima hjá þér. Þú munt sannarlega njóta sólarlagsins meðfram Zambezi ánni og kannski muntu mæta á veginum fílum, sebrahestum, gíröffum, bavíönum, líka kallaðir hundapar og fleiri dýrum.

Gistingin

Þú munt dvelja í húsnæði á tveggja hektara landi í einföldu en þægilegu smáhýsi sem getur hýst allt að þrjá. Þarna er sameiginleg setustofa, tómstundasvæði, salerni og sturta við.  Þetta er fullkominn staður til að hvílast í lok dagsins og ómetanlegum tíma sem þú deilir með öðrum sjálfboðaliðum. Einnig er nóg landsvæði fyrir boltaleiki og aðra útileiki. Kvöldmaturinn er framreiddur þarna og trúðu því máltíðirnar eru algjört sælgæti. Þar sem þú nýtur þessarar friðsælu gistingar þá kemstu fljótt að því að stutt er í bæinn, sem er frábær staður til að verja degi. Í viðbót við að njóta hins stórkostlega útsýnis yfir fossana, farðu þá líka á söfnin og kynnstu sögu Zambia og á skoðaðu hin vinsælu listasöfn.

Hversu spennandi er þetta? Segðu bless við hversdagsleikann. Í Livingstone býður hver dagur upp á nýja, spennandi reynslu og undrun.

Tímalengd verkefnis

Hægt er að taka þátt frá 2 vikum upp í 12 vikur. Ef dvalið er lengur en 30 daga í Zambia þá þarf að kaupa tímabundið atvinnuleyfi (TEP).

Vinnan og gildi hennar

Sjálfboðastarf Zambia

Ástand ljónastofnins

Fjölda ljóna hefur fækkað um 43% frá 193-2018. Það þýðir að aðeins 22.000 ljón eru eftir í Afríku miðað við að þau voru 300.000 fyrir 25 árum. Fækkun þeirra er meiri en af nokkurri annari tegund þar á meðal nashyrninga. Þess vegna var sett í gang endurhæfingaverkefni ljóna árið 2004. Það miðar að því að ala upp og kenna ljónaungum ljónynja í haldi að bjarga sér úti í náttúruinni og sleppa þeim síðan í þjóðgarða Afríku. Fyrir tilvist ljóna er því þörf fyrir þitt framlag.

Sjálfboðastarf Zimbabwe

Ljónaverndun

Þú munt skipta dögunum í vinnu við ljónaverndun og samfélagsleg verkefni. Þú munt hitta Dambwa hópinn sem eru uppkomnir, endurhæfðir ljónaungar og þú skiptir miklu máli við að safna gögnum um þau. Gögnin eru sönnun þess að afkvæmi fædd í haldi geta verið góðir fulltrúar til að vera sleppt frjálsum. Fæðukeðja Afríku byggir á þessum rándýrum. Að tapa þeim úr keðjunni hefur áhrif á allt  líf og þar á meðal manninn. Að bjarga ljónunum er að bjarga Afríku og samfélögum þess frá því að hafa enga krúnu. Vaxandi mannfjöldi setur villt dýralíf í hættu á öllum stigum. Barátttan um svæði skapar árekstra milli manna og dýra sem verður aðeins leyst með fræðslu.

Sjálfboðastarf Kenya

Samfélagsleg vinna

Vegna þess að verndun villt dýralífs og samfélaga manna helst í hendur þá muntu einnig vinna innan samfélagsins við að fræða um áskoranir þess að búa á meðal hættulegra rándýra. Að framkvæma rannsóknir um hegðun ljóna í vistkerfi Afríku hjálpar við að lágmarka árekstrana á milli manna og rándýra innan  nærliggjandi samfélaga. Auk þess að reyna að hafa viðvarandi áhrif á líf heimamanna með menntun er mikilvægt að skilja sambandið þarna á milli og mikilvægi þess að búa nálægt hættulegum, villtum dýrum. Þú munt aðstoða í dreifbýlisskólum á fjölda vegu þar á meðal við viðhald, veita nemendum einstaklingsaðstoð, og að undirbúa og kenna í fögum eins og verndun dýra, ensku, stærðfræði og lífsleikni.

Frítími og ferðir

gsólarla

Ævintýri

Livingstone er aðgöngumiði þinn að ævintýrum. Nýttu þér að vera í nálægð við hina stórkostlegu Victoría fossa og taka þátt í ævintýrum sem Zambezi hefur upp á að bjóða. Skemmtisiglingar á Zambezi ánni, vatnasafarí, flúðasiglingar og kajakróður eru allt ævintýri sem þú getur upplifað á hinu frábæra vatni. Þú getur líka farið á fjórhjól eða virt landslagið fyrir þér úr lofti.  Fyrir þá sem vilja örva adrenalínflæðið þá má reyna hið fræga teygjustökk eða gljúfrarólu.

 
Sjálfboðavinna Zimbabwe

Safaríferðir

Livingstone er land safaríferðanna. Hér getur þú séð mikið af villtu dýralífi, farið í nashyrningaleiðangur eða jafnvel farið í bátasafaríferð og séð fíla meðfram Zambezi ánni frá bátnum. Þú getur líka farið um helgi í hinn fræga Chobe þjóðgarð í Botswana sem er hinum megin við landamærin eða skroppið yfir til Victoria Falls í Zimbabwe og tekið þátt í ljónaungagöngutúr.

Sjálfboðstarf Zambía

Menning, markaðir

Þótt þú munir verja mestum af tíma þínum á slóðum verkefnisins þá muntu einnig hafa tíma til að fara í menningarferðir til annarra afrískra þorpa, sem veitir þér frekari innsýn í öðruvísi lifnaðarhætti. Þú getur einnig skoðað og verslað á hinum mörgu mörkuðum og birgt þig upp af handgerðum hlutum fyrir fólkið þitt heima.

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
6321311863141297
201716272522201728262321
3031

 Upphafsdagsetningar eru annan hvern mánudag alla mánuði ársins.

Verð: 2 vikur GBP 1099, 3 vikur GBP 1648, 4 vikur GBP 1691

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Gisting á meðan á dvöl stendur á tveggja hektara landi í einföldum en þægilegum smáhýsum sem allt að 3 sjálfboðaliðar geta gist í.
 • 3 máltíðir á dag
 • Flutningur til/frá flugvelli til gististaðar.
 • Stuðningur 24/7 frá reyndu, fróðu og vingjarnlegu starfsfólki
 • Kynning og þjálfun til að undirbúa þig svo þú getir á öruggan hátt tekið þátt í  starfinu.
 • Öll nauðsynleg tæki og gögn sem þú munt þarfnast í starfinu.
 • Húsþrif og þvottar
 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Áritunarkostnaður
 • Helgarferðir og engar ferðir sem eru ekki í verkefnadagskrá
 • Snakk, gosdrykkir, gjafir og minjagripir
 • WiFi – það er hæggengt

Hafðu Samband