Zimbabwe, Antelope Park - verndun ljóna

Þetta er eina verkefnið sinnar tegundar í Afríku. Ferðastu til sléttnanna í Zimbabwe þar sem þú munt vinna að einstöku verkefni með það að markmiði að vernda ljón til framtíðar. Gerstu stoltur þátttakandi í verndun hinna tignu kattadýra, lærðu um hegðun þeirra og hjálpaðu við lykilrannsóknir.

Konungur dýranna

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • Taka þátt í verkefni sem var útnefnt sem eitt af topp sjálfboðaliðaverkefnum síðustu 3 ár.
 • Njóta að leggja lið og annast ljón sem eru í haldi.
 • Kynnast frjálsum ljónum á afrísku sléttunum og verða vitni að leik þeirra og setu um bráð á  náttúrulegu búsvæði þeirra. 
 • Verða vitni í návígi að veiðum þeirra að nóttu til – lífsreynsla sem gerist varla nema einu sinni á ævinni.
 • Tjalda undir sjörnubjörtum himni í hestasafaríferð.
 • Hafa samskipti við og aðstoða við umönnun 4 afrískra fíla sem var bjargað.
 • Nota tækifærið til að fara í valkvæmar ferðir og sjá náttúruundur og dýralíf Zimbabwe eins og Victoríu fossana, hinar stórkostlegu “Great Zimbabwe Ruins” sem eru á heimsminjaskrá UNESCO eða í nashyrningaleiðangur í Matopos þjóðgarðinum.
 • Eignast alþjóðlega vini til lífstíðar.
 

Staðsetningin

Antelope Park

Það er eitthvað mjög sérstakt við að vakna upp við fjarlægar drunur ljóna  og sofna við óm villtra dýra Afríku allt um kring. Í yfir 3000 ekru af opnum grassléttum er Antelope garðurinn þar sem þú munt dvelja á meðan á sjálfboðasliðsreynslunni stendur. Umhverfið veitir þér tækifæri til að ríða út í náttúruna á hesti, virða fyrir þér gnótt dýra í garðinum eða fara á kanói á sumum af hinum tilkomumiklu vötnum.

Gistingin

Gistingin er blanda af þægilegum tveggja eða fjögurra manna stráþaksherbergjum í aðalbúðum friðlandsins með sturtu og salernisaðstöðu staðsettum við hliðina á svefnaðstöðunni. Í Antelope garðinum er einnig þjónusta við ferðamenn og því getur þú fengið tjald við ána eða skála gegn auka gjaldi. Sjálfboðaliðar hafa tækifæri til að nota aðstöðu ferðamanna sem þýðir aðgang að fallegri sundlaug næst ánni, kanóum, sólarlagsverönd, bar og kaffihúsi.

Minningar

Allar máltiðir þínar nema þegar þú ferð með vel útbúinn morgunverð í ljónagöngu eru veittar í aðalbúðunum og er öruggt að þú verður vel nærður og ánægður.

Dvöl þín í  garðinum meðan á sjálfboðaliðastarfinu stendur mun ekki eingöngu veita þér minningar til lífstíðar heldur líka vissu um að þú hafir gert þitt til að ljónum Afríku sé ekki útrýmt.

Antelope Park

Tímalengd verkefnis

Hægt er að taka þátt í 2, 3, 4, 6, 8, 10 eða 12 vikur.

Ef dvalið er lengur en 5 vikur þarf að sækja um dvalarleyfi sem kostar $500.

Vinnan og gildi hennar

Sjálfboðastarf Zimbabwe

Verndun ljóna

Taktu þátt í verkefni sem hefur verið hluti af afríska ljóna og umhverfisrannsóknarverndar tilrauninni að endurhæfa og sleppa ljónum út í náttúruna og kenna þeim þannig á þeirra náttúrulega umhverfi. Þú munt taka þátt í daglegri umönnun þessara mögnuðu kattadýra. Í því felst fóðrun, þrif í kringum þau, undirbúa mat þeirra, byggja og mála ný gerði, allt með það að markmiði að sjá til þess að þau séu heilbrigð. Stundum muntu jafnvel aðstoða dýralækna við umönnun þeirra.

Sjálfboðastarf Zimbabwe

Rannsóknir

Þetta verkefni er unnið í samstarfi við yfirvöld dýralífs og þjóðgarða í Zimbabwe. Margar rannsóknir eru gerðar til að skilja betur hegðun og vistkerfi ljónanna. Sem dýralífs sjálfboðaliði muntu aðstoða rannsakendur við að safna og greina gögn sem þarf svo taka megi sem bestar ákvarðanir fyrir velferð dýranna og endanlega lausn þeirra. Rannsóknirnar sem framkvæmdar verða á meðan þú dvelur breytast miðað við þarfir verkefnisins á hverjum tíma en þau geta falist í að líta á þróun veiða, einstaklingseinkenni, stærð spora eða vöxt makka. Þú munt einnig læra um tegundir bráðarinnar og stjórn verndarsvæðanna. Þú munt fá alla þá þjálfun sem þú þarfnast til að tryggja að þú sért fær um að leggja dýrmætt framlag í verkefnið alveg óháð fyrri reynslu.

 
Sjálfboðavinna Zimbabwe

Fíla og viðhalds vinna

Þú munt hafa tækifæri til að verja tíma með afrísku fílunum fjórum og gætir verið beðinn um að aðstoða umsjónarmenn þeirra við mismunandi daglegar skyldur sem þarf við umönnun þeirra.

Þessi fáu svæði sem eru eftir af friðlandi villtra dýra í Zimbabwe eru ákaflega dýrmæt og þau verður umfram allt að vernda. Hluti af vinnu þinni mun felast í aðstoð við framkvæmdaráætlun eins og að finna og fjarlægja gildrur innan friðlandsins, gá að götum á landamerkjagirðingum og gera við þau, aðstoða við daglega þjálfun hesta, vinna á móti jarðvegseyðingu, fjarlægja óvinaplöntur, vinna við viðhald vega, telja dýr, sinna fóðrun og kortleggja fugla.

Sjálfboðastarf Zimbabwe

Verndun, menntun og samfélag

Ljónaverndunar sjálfboðaliðar eru oft þátttakendur í grunnþróun samfélagsins og þá sérstaklega í “AÐVÖRUN” eða verndunar menntastöðinni þar sem þú aðstoðar við að fræða æskuna um villt dýralíf, búsvæði þeirra og hvers vegna mikilvægt sé að vernda umhverfi þeirra. Þú munt einnig hafa tækifæri til að fara út í dreifbýlið og aðstoða við bæði að leika og fæða götukrakka í athvarfi sem mun alveg opna augu þín fyrir  nýjum lífsaðstæðum.

Frítími og ferðir

Sjálfboðavinna Zimbabwe

Ævintýraferðir

Að heimsækja Viktoríu fossana er eitthvað sem bara verður. Þú munt heillast af hálfgagnsæju vatninu og hinni töfrum líkri náttúru. Það er aðstoðað við hópferðir til fossanna  þar sem þú getur sleppt lausu adrenaínflæðinu og farið í teygjustökk, flúðasiglingu, aparólu eða bjargsig.

Sjálfboðavinna Zimbabwe

Skoðunarferðir

Að vera í Antelope garðinum gefur þér tækifæri til að vera í námunda við bæði ljón og fíla og líka að fara á hesti um náttúruna og virða fyrir þér dýralífið í garðinum á kvöldin. Einstakt kvöld mun veita þér ótrúlega, nálæga reynslu af ljónaveiðum í þeirra náttúrulega umhverfi.

Sjálfboðavinna Zimbabwe

Menning, slökun

Sjálfboðaliðsreynslan mun veita þér tækifæri til að sökkva þér í nýtt menningaumhverfi. Ekki langt frá getur þú heimsótt áhrifaríkar fornar steinarústir, kallaðar ” Dzimbabwes” og á rólegum eftirmiðdögum getur þú slakað á frá vinnu og farið í skemmtisiglingu, kajakróður, eða hestareiðtúr – njóttu sólaruppkomu hestvagnsferðar eða reyndu þig í pólókappleik.

Sjálfboðavinna Zimbabwe

Önnur afþreying

Kvöldin eru frábær tími til að slaka á eftir erfiði dagsins og spjalla við aðra sjálfboðaliða. Bíókvöld, sitja við eldinn, fjársöfnunaratburðir eins og afrískt menningarkvöld, spurningakeppni, borðtennis, blak eða fótbolti eru allt í boði. Þarna er bar og verönd þar sem þú getur virt fyrir þér undursamlegt sólarlagið yfir ánni.

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
61096416375214
132423201815131021191628
2729201730
2724
31

Upphafsdagsetningar eru annan hvern mánudag alla mánuði ársins einnig í desember.

Verð: 2 vikur GBP 1199, 4 vikur GBP 1845

 • Athugið að ef dvalið lengur en 4 vikur þarf að sækja um tímabundið atvinnuleyfi sem kostar $500

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Flutningur til/frá flugvelli til gististaðar.
 • Gisting á meðan á dvöl stendur í sjálfboðaliðahúsnæði umkringt villtri náttúru og er deilt með öðrum sjálfboðaliðum og starfsfólki.
 • 3 ljúffengar máltíðir daglega eldaðar af heimakokki.
 • Reynt alþjóðlegt og innfætt starfsfólk sem býr og vinnur þér við hlið daglega.
 • Kynning og þjálfun til að undirbúa þig svo þú getir á öruggan hátt tekið þátt í  starfinu.
 • Öll nauðsynleg tæki og gögn sem þú munt þarfnast í starfinu.
 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Áritunarkostnaður
 • Helgarferðir og engar ferðir sem eru ekki í verkefnadagskrá
 • Snakk, gosdrykkir, gjafir og minjagripir
 • Þvottar
 • WiFi – það er hæggengt

Hafðu Samband