Zimbabwe - Ljón, stjórnun og viðhald lands

Í þessu verkefni muntu ekki aðeins slást í för með traustu og trúu liði sem vinnur að viðgangi og viðhaldi 2000 hektara lands af náttúrlegu himnaríki heldur muntu líka leika stórt hlutverk í ljónaverndun með því að komast nær þessum dýrum heldur en þú ímyndaðir þér að mögulegt væri.

Sæl lítla kisa

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • verða í framvarðarsveit við margs konar verndunarstörf í og við Victoríu fossana, sem eru ein af sjö undrum veraldar.
 • njóta einstakra og ógleymanlegra göngutúra með ljónaungum. Þetta er eini staðurinn í Zimbabwe þar sem þú getur þetta.
 • aðstoða við umönnun ljóna, fóðra og þrífa svæðin þeirra. Um leið kynnist þú persónuleika þeirra og tekur þátt í að gera skapandi leiki úr náttúrulegum efnivið sem örvar færni þeirra í skynjun og veiðum.
 • Mæta á átakasvæði til að veita hjálp og lausnir, skrá mikilvægar upplýsingar, ferðir rándýra með myndavélum, rannsaka spor og einnig styrkja búsvæði húsdýra og girðingar þar utan um svo takist að takmarka aðgengi villtra dýra að þeim.
 • taka þátt í frumkvöðlastarfi í nærumhverfinu með því að veita umhverfismenntun í skólum og ná tökum á atriðum svo þróa megi aðferðir til að reyna að minnka árektstra á milli dýra og manna.
 • sameinast hinum traustu verndunarsinnum sem vinna linnulaust innan garðsins til að tryggja að vistkerfin þrífist og viðhaldist.
 • verja tíma í að rekja og fylgjast með villtu dýralífi innan garðsins.
 • Verja helgunum í viðburði eða skoðunarferðir (valferðir á eigin kostnað) svo sem teygjustökk, flúðasiglingar, heimsókn í þjóðgarðinn í Chobe Botswana eða heimsækja hina frjálsbornu ljónsunga á sleppistöðunum í Livingstone og Antelope Park.
 • eignast vini til lífstíðar á meðal alþjóðlega sjálfboðaliða á meðan þú gegnir mikilvægu hlutverki við verndunarstarf við eitt af hinum sjö undrum veraldar – hinum mögnuðu Victoria fossum.

Staðsetningin

Victoria Falls

Það er enginn staður á jörðinni eins og Victoria fossarnir. Þeir eru þekktir sem höfuðborg afþreyinganna í Afríku og eru eitt af sjö undrum veraldar. Fjölbreytni þess sem hægt er að taka þátt í þar eru endalausir. Þetta er draumastaðsetning sérhvers ferðamanns sem vill ná tengslum við náttúruna á ógleymanlegan máta.

Villt dýralíf

Villt dýralíf nýtur virðingar í Victoria Falls. Við landamerki bæjarins er ógirtur þjóðgarður og er því ekki óvenjulegt að sjá villt dýr á götunum. Fílar, ljón eða vísundar gætu alveg ákveðið að fara í gegnum bæinn, en vörtusvín og bavíanar er daglegt brauð að sjá. Umkringdur af ótrúlegu dýralífi, tilkomumiklum fuglum og æðislegum skriðdýrum þá endar safaríið aldrei. Fundur við næsta villta dýr getur gerst hvenær sem er.

Gistingin

Sjálfboðaliðaþorpið er í Fuller – Forest – 2000 hektara frumskóga landsvæði, umkringdu mögnuðu dýralífi og gróðri. Aðeins er 10 mínútna akstur til bæjarins Victoria Falls og til alþjóða flugvallarins. Þú munt gista í rúmgóðu 4- 6 manna safarí tjaldi. Í frítíma getur þú notið þess að sitja í setustofunni með útsýni yfir vatnsból og tengst nýjum vinum. Þú nýtur 3 ferskra máltíða á dag framreiddar af kokki á staðnum.

Tímalengd verkefnis

Hægt er að taka þátt í 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12 vikur.

Ef dvalið er lengur en 4 vikur þarf að sækja um dvalarleyfi og kostar það $500.

,

Vinnan og gildi hennar

Sjálfboðastarf ljón

Umönnun ljóna

Þú munt aðstoða við umönnun og fóðrun ófrjálsra ljóna. Þú munt verja tíma með ljónaungum í þeirra daglegu göngu svo þeir kynnist sínu náttúrulega umhverfi. Þú hvetur þá til að rannsakaa runnana í kringum sig og þú fylgist með náttúrulega eðli þeirra. Það er gríðarlega ábyrgð að tryggja að vel sé hugsað um ljónin og þannig slæst þú í hóp trúsfasts liðs við dagleg umönnunar störf við umönnun kattafjölskyldnanna. Undirbýrð mat þeirra, hreinsar búrin og gerðin og þróar hrekklausa og hvetjandi leiki til að þroska eðlislægar hvatir og skynfæri þeirra.

 

Sjálfboðastarf Zimbabwe

Þróun landsins

Eftir að nýlega hafi þetta 2000 hektara landssvæði verið tekið yfir frá yfirvöldum er framtíðarsýnin að þróa himnaríki fyrir villt dýr. Það sem gert verður mun beinast að verkefnum til að ná þessu markmiði með því að þróa vistkerfi sem geta þrifist. Verkefni innifela fóðrun, búsvæði, stjórnun á gróðri í sambandi við hreinsun og gróðursetningu, gerð vega og viðhald, stjórnun og þróun vatnsbóla, kannanir með myndun villtra dýra, rekja og fylgjast með, vinna gegn veiðiþjófnaði með landamerkjavörslu og fjarlagninu veiðigildra og fleira.

Sjálfboðastarf Zambía

Samvinna við samfélagið

Gríðarlega mikill hluti af frumkvöðlastarfinu snertir samfélögin umhverfis búsvæði villtu dýranna. Afríka er þekkt fyrir stór, opin og girðingarlaus svæði. Því miður kallar það oft á átök milli villtra dýra og samfélag manna. Svona árekstrar enda alltaf með því að þorpin missa verðmæti sem geta verið uppskera þeirra og búfénaður og  dýr tapar lífi sínu. Þú munt sameinast hinu trausta liði sem ver tíma sínum í að þróa aðferðir svo draga megi úr þessum árekstrum. Vinnan felst í að mæta þar sem árekstrar verða, skrá upplýsingar, kortleggja ferðir rándýranna með myndun á laun og rannsaka spor og eins að styrkja girðingar utan um búfénað. Stór hluti af þessari frumkvæðisvinnu er að koma á menningu um verndun innan samfélagsins með kennslu og fræðslu.

Frítími og ferðir

gsólarla

Sólarlagssigling

Ef þú ert að leita að friðsamri upplyftingu, fjölda dýra að sjá og magnaðasta sólarlagssýn á lúxus snekkju þá ert þú á réttum stað.

"Boma" veitingahús

Njóttu meira en bara frábærs kvöldmatar á hinu vinsælasta veitingahúsi í Victoria Falls. Þeir sérhæfa síg í framboði á hágæða hefðbundnum réttum heimamanna. Þeir bjóða líka upp á hefðbundna danssýningu og söng og jafnvel trommusýningu.

Englaflug

Notaðu þetta stórkostlega tækifæri og skoðaðu hina flottu fossa ofan frá. Það er jú besta sjónarhornið. 

Dagsetningar og verð 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
61096416375214
132423201815131021191628
2729201730
2724
31

Upphafsdagsetningar eru yfirleitt annan hvern mánudag alla mánuði ársins og er sá fyrsti 6. janúar árið 2020.

Verð: 2 vikur GBP 1099, 4 vikur GBP 1691,

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Gisting á meðan á dvöl stendur í sjálfboðaliðaþorpinu. Gist í tjöldum 4-6 manna.
 • 3 ljúffengar máltíðir daglega eldaðar af heimakokki.
 • Flutningur til/frá flugvelli til gististaðar.
 • Reynt heimastarfsfólk sem býr og vinnur þér við hlið daglega.
 • Kynning og þjálfun til að undirbúa þig svo þú getir á öruggan hátt tekið þátt í  starfinu.
 • Öll nauðsynleg tæki og gögn sem þú munt þarfnast í verkefninu.
 • Dagleg þrif og þvottar.
 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Áritunarkostnaður
 • Helgarferðir og engar ferðir sem eru ekki í verkefnadagskrá
 • Persónulegar þarfir s.s. snakk, gosdrykkir, gjafir og minjagripir
 • WiFi – það er hæggengt

Hafðu Samband