Moshi, Tanzanía - Maasai ættbálkurinn

Öðlastu innsýn í líf eins táknrænasta ættbálks Afríku – Maasai “stríðsmennina” í Tanzaníu. Með því að búa og vinna í Moshibæ færðu tækifæri til að læra um einstaka menningu og hefðir þeirra á meðan þú styður við lestrarnám meðlima ættbálksins. Í frítíma getur þú skoðað líflegt umhverfið við rætur hins hátignarlega fjalls Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku.

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • Upplifa ósvikna lífshætti Maasai með því að heimsækja þorp þeirra í hjarta Kilimanjaro svæðisins.
 • Hjálpa fullorðnum Maasai að lesa og skrifa
 • Taka þátt í lestrar verðlaunaátaki, sem færir ungum Maasai “stríðsmönnum” aukin tækifæri til að fá varanlega vinnu.
 • Vakna við útsýni að fjallinu Kilimanjaro hvern morgun og verja helgum í að rannsaka svæðið eða fara í safaríferðir og sjá hið magnaða, fræga, villta dýralíf Afríku.
 • Öðlast reynslu lífs þíns með öðrum sjálfboðaliðum alls staðar að.
   

Maasai menning

Staðsetningin

Moshi

Mt Kilimanjaro er eitt mesta aðdráttaraflið í allri Afríku – hæsta fjall heimsálfunnar. Við rætur þess er ferðamannabærinn Moshi, þar er iðandi þétt net af matarmörkuðum og veitingahúsum og ekki nein leið að komast undan hinni grípandi Swahili tónlist heimamanna. Svo má ekki gleyma að nefna geiturnar sem reglulega stoppa umferðina. 

Alveg eins og þú munt dáðst að hinum mismunandi litum, hljóðum og lykt þá kemstu ekki hjá því að taka eftir ótrúlegri fjölbreytni af menningu og þá ekki síst Maasai ættbálkarins  klæddir í litskrúðug, hefðbundin “stríðsmanna” búninga og berandi tilkomumikla skartgripi.

Gistingin

Maasai ættbálkarnir eru vinsamlegt fólk sem lifir á mjög hefðbundinn hátt. Þú færð tækifæri til að verja tíma með þeim, dansa, tromma, smakka mat þeirra og byrja að skilja hina fjörmiklu menningu þessa einstaka fólks.

Þú munt búa í stuttu ökufæri frá Moshi og munt verja tíma þínum sem sjálfboðaliði í sveitaþorpunum í Mdawi og búa í fullbúnu sjálfboðaliðahúsi með miklu útirými til að njóta kvöldanna undir stjörnubjörtum himninum og vittu til, þú hefur aldrei séð svo margar stjörnur. Þú færð tækifæri til að hafa samskipti og mynda tengsl við heimamenn.

Umhverfið

Það er ekki hægt að koma til Tanzaníu þar sem eitt af vinsamlegasta og gestrisnasta fólkinu í álfunni býr án þess að skoða dýralífið. Með apa í trjánum og eðlur í sólbaði á steinum í garðinum þínum skapast fullkomið jafnvægi milli samskipta við heimamenn og að njóta frábærrar náttúru sem þetta ógleymanlega land geymir. Af hverju ekki að ná að sjá hina miklu búferlaflutninga gnýa í hinum heimsfræga Serengeti Park? Eða hoppa í loftbelg og verða vitni að hverri fílahjörðinni eftir aðra röltandi um slétturnar.  

Ef þú sækist eftir jafnvel  enn meira ævintýri hvernig væri að ganga upp Kilimanjaro? Það er öruggt að eftir sjálfboðastarf í skugga þess verður það komið á “to do” listann þinn.

Tímalengd

Sjálfboðastarfið getur verið í 2, 4, 6, 8, 10 eða 12 vikur.

Vinnan og gildi hennar

Sjálfboðastarf Moshi, Tanzaníu

Menning

Sjálfboðaliðar fá tækifæri til að heimsækja Maasai nemana sína á heimili þeirra sem er staðsett vestur af Kilimanjaro. Þú upplifir það að tjalda í dreifbýlisþorpi Maasai undir stjörnum himinsins í hjarta samfélagsins og á einum af afskekktasta og áhrifaríkasta stað sem þig getur nokkurn tíma dreymt um. Þú munt læra allt um lífshætti Maasai – hús, mat, hvernig þeir búa og um menningu þeirra. Þú munt sitja við eld um kvöld eftir að hafa snætt hefðbundna máltíð og hlýðir á sögur Maasai og endar svo kvöldið með því að njóta töfrandi sólarupprisu yfir Mt. Kilimanjaro.

Sjálfboðastarf Moshi, Tanzanía

lestrarverkefni

Vegna fjölda ástæðna hafa mörg Maasai börn ekki haft tækifæri til að ganga í skóla. Afleiðingin er að margir fullorðnir kunna ekki að lesa. Lestrarátakið beinist að því að yfirvinna það með því að kenna fullorðnu Maasai fólki að lesa og skrifa á Swahili og einnig grunn í ensku. Kennslan er gagnvirk og felur í sér marga leiki og starfsemi til að tryggja að nemar séu virkir. Árangurinn birtist fljótt þegar þú heyrir í fyrsta sinn að fullorðinn einstaklingur getur skrifað nafnið sitt eða lesið heila setningu. Þetta er árangur af dýrmætri vinnu sjálfboðaliða.

Sjálfboðastarf Moshi, Tanzanía

Enskunámsbekkir

Það er fjöldi nema sem hafa útskrifast úr lestrarverkefninu og eru nú færir um að lesa og skrifa á Swahili – móðurmáli sínu. Þegar þeir hafa lokið lestrarnáminu þá halda þau áfram og læra meira í ensku í enskudeildinni. Sjálfboðaliðar kenna nemum undirstöðu í ensku, stafrófið, uppbyggingu setninga og megin orðaforða.  Þessi deild gefur nemum góðan grunn í enskri tungu sem aftur opnar fleiri möguleika fyrir þá að fá vinnu í framtíðinni.

Sjálfboðastarf Moshi, Tanzanía

Efling æskunnar

Því miður eru margar Maasai stúlkur í Tanzníu í hættu á að vera umskornar og einnig að vera neyddar í hjónaband  Á vissum tímum ársins þegar eru skólahlé vinna sjálfboðaliðar í athvarfi fyrir þessar varnalausu stúlkur og taka þátt í að reka margs konar menntunar og valdeflingar verkefni fyrir þær. Sjálfboðaliðar vinna með starfsfólkinu að námskeiðum eins og um heilsufar, sjálfsmynd og ákvarðanatöku.

Frítími og ferðir

Safaríferðir

Tanzania er heimili sumra frægustu þjóðgarða heims og er fullkominn staður til að reyna að sjá hin “Stóru 5”. Einn af hápunktum afrískrar safaríferðar er að upplifa hina árlegu búferlaflutninga um 2 milljóna gnýa (the wildbeest) í félagsskap hundruða þúsunda sebrahesta og gazella yfir Serengeti í Tanzaníu og til Maasai Mara í Kenya og til baka eftir árstíðum. Þú getur horft á þessa  stórbrotnu flutninga af landi eða lofti eða bara bæði.

Sjálfboðastarf Tanzanía

Göngustígar og tjaldstæði

Vinsæl ástæða fyrir marga alþjóðlega gesti að sækja heim Tanzníu er hið stórfenglega fjall Kilimanjaro sem er 5895 metra hátt. Fyrir þá sem eru í góðu formi og hugrakkir geta sett sér það markmið að komast á topp Afríku. Það eru einnig dagsgöngur fyrir þá sem hafa lítinn tíma en vilja aðeins fá bragð. Þá ferðu ekki á toppinn heldur klífur upp að fyrstu grunnbúðum í 2720 metra hæð.  Tjaldferðalög að heitum uppsprettum við Lake Chala eru líka mikið ævintýri. Þar er hægt að tjalda við  náttúrulegar uppsprettur eða við vatnið.

Afþreying sjálfboðaliða

Það er alltaf margt skemmtilegt að gerast í sjálfboðaliðahúsinu eða í umhverfinu. Þú tekur kannski þátt í leikjum að kvöldi, tjaldar yfir nótt, ferð á hindrunarnámskeið, tekur þátt í spurningakeppni eða horfir á bíómynd. Þú hefur einnig nægan frían tíma til að skoða Moshi eða fara á aðra viðburði eins og dansnám, líkamsrækt, fræðslunámskeið eða heimsækja gómsæt veitingahús.

Menningarferðir

Til að virkilega komast inn í menningu Tanzaníu þá getur þú stefnt á fulla dagsferð til Marangu. Ekki aðeins heimsækir þú safn Chagga, sláandi fossa og kaffiekrur heldur muntu ennig njóta Swahili hefðbundinnar máltíðar og heimagerðrar framleiðslu af bananabjór.

Zanzibar

Sumir sem vilja einnig sól, sand og strönd fara til hitabeltiseyjarinnar, Zanzibar, sem er algjör paradís rétt við meginland Tanzaníu. Zanzibar býður upp á endalausa möguleika á snorkeli, skógarskoðunarferðum og bara að dreypa á koktail á meðan slakað er á á ströndinni. Þangað er aðeins klukkustundarflug frá Kilimanjaro.

Leiðangur Tanzanía og Zanzibar
Sjálfboðastarf Moshi, Tanzanía
Sjálfboðastarf Moshi. Tanzanía
Sjálfboðastarf Moshi. Tanzanía

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
610964163752
1324232018151310211916
2729201730
2724
31

Upphafsdagar eru engir í desember. Einungis er hægt að velja dvöl í 2 vikur vegna jólafría ef upphagsdagur er 30. nóvember.

Verð: 2 vikur €1045, 4 vikur €1695

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Flutningur til/frá Kilimanjaro flugvelli til gististaðar
 • Gisting í sjálfboðaliðahúsi á meðan á verkefni stendur. Húsnæðið er deilt með öðrum sjálfboðaliðum og starfsfólki.
 • Fullt fæði, 3 máltíðir á dag í sjálfboðaliðahúsinu, ekki máltíðir um helgar.
 • Kynning, þjálfun og gögn sem þarf við sjálfboðastarfið.
 • Stuðningur og aðstoð frá starfsfólki 24/7 á meðan á verkefni stendur.
 

 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Áritanir
 • Drykkir, snakk, minjagripir og gjafir
 • Valkvæmar ferðir og afþreying, sem eru ekki innifaldar í dagskrá
 • Þvottar 
 • Þráðlaust net
 
 

Hafðu Samband