Malta

Malta er sannkölluð paradís ferðamannsins þar sem hún er staðsett í hjarta Miðjarðarhafsins. Malta er eyjaklasi, sem samanstendur af sjö eyjum og eru aðeins þrjár þær stærstu byggðar, Malta, Gozo og Comino. Eyjarnar eru staðsettar sunnan við Ítalíu og norður af norðurströnd Afríku. Þær eru syðsta og sólríkasta ríki Evrópu. Landslagið er láglent, þurrt og grýtt og hamrabelti meðfram fjörðóttum ströndum. Eyjaskeggjar státa af 7000 ára sögu ríkri af ómetalegri menningu og sögu.

Sólin skín allan ársins hring á Möltu; veðráttan er hreint alveg yndisleg; sjórinn er hlýr og tær vegna legu eyjanna í miðju Miðjarðarhafi þar sem straumar halda sjónum hreinum og ferskum. En það er ekki bara sjórinn, sem er hlýr og bjartur. Fólkið er hæverskt, hjálpsamt, vingjarnlegt með skopskynið vel í lagi og það tekur svo sannarlega vel á móti þér.

Margt skemmtilegt er hægt að gera sér til afþreyingar á Möltu, til dæmis synda í tærum sjónum, stunda allskonar sjósport og siglingar, fara á heilsuræktarstöðvar, fara í lengri eða skemmri skoðunarferðir t.d. til Sikileyjar á Ítalíu, kíkja á fjörugt næturlífið, spila golf eða tennis, fara á hina ýmsu tónleika og listviðburði o.fl. ofl. ofl.