Þátttakendum bjóðast starf á hóteli eða veitingahúsi. Störfin geta ýmist verið á eyjunni Möltu eða Gozo.  Sumrin er annasamasti tími ársins í ferðaþjónustunni og mestur möguleiki að fá starf á þeim árstíma.

Ferðaþjónustan er gríðarlega stór og mikilvægur atvinnuvegur á Möltu og þangað kemur fólk á öllum aldri víðs vegar að úr heiminum til að taka þátt í ferðaþjónustutengdum störfum.

Ekki er hægt að velja staðsetningu en auðvelt er að ferðast með almenningssamgöngum um eyjarnar.

Þú getur starfað t.d. sem þjónn á veitingastað eða á bar, við herbergisþrif, í gestamóttöku, herbergisþjónustu, verið aðstoðarmanneskja í eldhúsi, verið sundlaugavörður o.fl.  

 

Þátttakendur í Work & Travel Malta geta valið um fjórar leiðir varðandi laun:

1. Laun €160 á viku. Þátttakendur sjá þá um að greiða sjálfir fyrir húsnæði og fæði. Sjá meira um húsnæði fyrir neðan. 

2. Húsnæði, ein máltíð á dag á meðan starfað er og €30 á viku. Húsnæði starfsmanna eru á vegum atvinnurekanda. 

3. Húsnæði og 2 fríar máltíðir á dag ásamt 10€ á viku. Húsnæði starfsmanna eru á vegum atvinnurekanda.

 

Skattur og tryggingargjöld (social security) eru 10% – 11% af upphæðum.

 

Húsnæði 
Samstarfsaðilar okkar á Möltu bjóða upp á húsnæði til leigu, íbúðir með öllum búnaði í umhverfi sem er sérstaklega ætlað ungu fólki. Í íbúðunum eru yfirleitt tvö herbergi fyrir 1-8 manns en þátttakendur velja sjálfir stærð herbergja allt eftir þeirra þörfum. Íbúðirnar eru fullbúnar. Verð fyrir einn einstakling í 3ja manna herbergi með allri aðstöðu og morgunmat er frá €98 vikan. Nánari upplýsingar um húsnæði er hægt að nálgast hjá starfsmanni Nínukots.