Að kynnast Afríku er ögrandi og heillandi. Með því að taka þátt í sjálfboðastarfi kemst þú nær samfélaginu sem þú sækir heim og nærð þannig að kynnast  lífsháttum og menningu heimamanna. Sjóndeildarhringur þinn stækkar um leið og víðsýni og skilningur gagnvart mismunandi menningu, viðhorfum og aðstæðum breytist. Með því að taka þátt í sjálfboðastarfi verður þú meira en venjulegur ferðamaður sem rennur í gegn án nokkurra fótspora.

Leiðangur - 5 lönd, 3 mánuðir

Þú ferðast til 3 landa á 2 mánuðum í ferð sem toppar önnur ferðalög. Með því að taka þátt í sjálfboðastarfi með öðrum alþjóðlegum þátttakendum og ferðast á milli staða og landa og skoða í skipulagðri ferð slærðu margar flugur í einu höggi. Þú eignast vini til lífstíðar, þú gefur og færð til baka og síðast en ekki síst kynnist þú menningu, sögu og lífsháttum þjóða á óviðjafnanlegan hátt í spennandi tveggja mánaða ferð um perlur Afríku.

Sjálfboðavinna Zanzibar

Hefur þú áhuga á að taka þátt í öðruvísi ferð sem gefur þér tækifæri til að kafa dýpra undir yfirborð þjóðarsálarinnar og kynnast þannig menningu og lífsháttum framandi þjóðar? Ef svo er þá er þetta eitthvað fyrir þig. Þú gefur til baka með tengingu við skipulagt ferðalag með öðrum alþjóðlegum þáttakendum í leiðangursferðum Nínukots. Þú sameinar stórkostlegt frí við innihaldsríkt starf og reynslu og svo ferðalöngun þína.

Þegar Kristófer Kólumbus dó árið 1506 taldi hann sig hafa fundið nýja leið til Indlands, en ekki tvær heilar heimsálfur. Þeir sem fylgdu í fótspor hans nefndu álfurnar oft nýja heiminn, og væntanlega var Evrópa gamli heimurinn. Menn líka löngu búnir að gleyma íslensku víkingunum sem fundu Vínlandið hið góða og skráðu það samviskulega í Íslendingasögunum.Nú er upplagt að taka flugið og kynnast þessari heillandi álfu betur.

Tungmálanám er alltaf hægt að byrja á eða bæta sig í. Ertu 50+ og vilt bæta þig í ensku og um leið ferðast um Möltu og dýpka skilning þinn á sögu og menningu þjóðarinnar? Þá er Klúbbur 50+ sem er í boði tvisvar á ári í maí og október ákjósanlegur valkostur. Hægt er að fá einstaklingsnámskeið ef þú ert góður í talmáli, en vantar að bæta ritfærni og vilt taka þátt í skipulögðu menningarferðunum.

nám og afþreying - Malta

Að bæta kunnáttu sína í ensku sem og fara erlendis til þess er alltaf spennandi. Að kynnast menningu annarra þjóða, spóka sig í frábærri veðráttu og sameina nám og frí er valkostur bæði einstaklingslega með vini eða fjölskyldu. Í frístundum er nægur tími til að skoða, fara í sjóinn að ógleymdum hinum frábæru veitingahúsum Möltu. Kannaðu málið og athugaðu hvort þetta er eitthvað fyrir þig.