Reglur og skilmálar

 

 

Greiðsluskilmálar:

 

Ráðningargjald vegna starfsmanna og au pair er sent á heimabanka fyrirtækis eða gistifjölskyldu eftir að gengið hefur verið frá ráðningu. Ráðningargjald ber 24% vsk.

 

Verkefnagjald vegna au pair Evrópa er greitt í tvennu lagi. Staðfestingargjald, sem er óendurkræf greiðist áður en umsóknaeyðublöð eru send umsækjanda og svo lokareikningur þegar fjölskylda er staðfest. Verkefnagjald vegna au pair Evrópa bera 24% vsk.

 

Verkefnagjald vegna au pair Ameríka er greitt í tvennu lagi, þegar umsókn er staðfest og þegar formlegu viðtali er lokið og svo fyrir brottför þegar visaumsóknargögn hafa verið afhent.

 

Verkefnagjald vegna sjálfboðastarfa og leiðangursferða greiðast í tvennu lagi. 20% er greitt þegar umsókn hefur verið skilað inn og viðtaka staðfest. 80% greiðast svo eigi síðar en 4 vikum fyrir brottför.

 

Verkefnagjald vegna tungumálanámskeiða greiðist að fullu eigi síðar en 4 vikum fyrir brottför.

 

 • Hægt er að greiða verkefnagjald með kreditkortum (Visa eða MasterCard) eða staðgreiða. Fullnaðargreiðsla verður að hafa farið fram 4 vikum fyrir brottför. 
 • Dragi umsækjandi umsókn til baka í sjálfboðaverkefnum eftir að komin er staðfesting frá samstarfsaðila um viðtöku þá er 20% af verkefnagjaldi óendurkræft.
 • Þurfi umsækjandi um verkefni erlendis að hætta við för vegna veikinda, verður hann að leggja fram læknisvottorð og fær þá endurgreitt í samráði við samstarfsaðila Nínukots ytra.
 • Í þeim tilfellum þar sem reglur samstarfsaðila um endurgreiðslu eru frábrugnar reglum Nínukots, gildir regla samstarfsaðila.

Reglur og skuldbindingar:

 • Með undirritun umsóknar og greiðslu vegna verkefnis skuldbindur þátttakandi sig til að fara eftir reglum viðkomandi verkefnis.
 • Þátttaka í verkefnum á vegum Nínukots og samstarfsaðila er háð leyfi og eftirliti stjórnvalda í einstökum löndum. Því verða þátttakendur að fara eftir lögum og reglum viðkomandi landa.
 • Samstarfsaðilar okkar erlendis og Nínukot gera samkomulag við skóla, atvinnurekendur, stofnanir eða fjölskyldur sem taka við þátttakendum í verkefnum okkar.  Því verða allir hlutaðeigandi að hlýta gildandi reglum.
 • Vinnutími, vinnuskylda og aðbúnaður á að vera í samræmi við gildandi lög og reglur í viðkomandi landi.
 • Þátttakendur verða að sinna starfi og/eða námi af samviskusemi, mæta á réttum tíma og fara eftir reglum verkefnisins, heimilisins eða vinnuveitanda.
 • Agaleysi, óregla og óstundvísi getur leitt til brottrekstrar.
 • Samstarfsaðilar hafa rétt á að vísa þátttakendum úr verkefni hafi viðkomandi brotið reglur eða ekki sinnt starfi sem skyldi.
 • Ef þátttakandi þarf að hætta í verkefni vegna veikinda eða slyss á þátttakandinn ekki rétt á endurgreiðslu nema annað sé tekið fram.
 • Í þeim tilfellum þar sem reglur samstarfsaðila eru frábrugnar reglum Nínukots, gilda reglur samstarfsaðila.

Ágreiningur/óánægja:

 • Þátttakendur skuldbinda sig til að reyna að leysa úr ágreiningi eða vandamálum með því að koma þeim fyrst á framfæri við kennara/yfirmann/fjölskyldu í dvalarlandinu við fyrsta mögulega tækifæri. Ef ekki gengur að leysa málin á þann máta, skal strax hafa samband við þann aðila sem hefur yfirstjórn og eftirlit með verkefninu í viðkomandi landi.
 • Ef þátttakandi hættir í verkefni án þess að hafa komið kvörtunum sínum á framfæri á ofangreindan máta, fyrirgerir hann rétti til áframhaldandi úrlausnarvinnu honum til handa.
 • Yfirgefi þátttakandi verkefni áður en því lýkur á hann ekki rétt á endurgreiðslu.
 • Nínukot og samstarfsaðilar geta ekki tekið á ágreiningi og deilum nema þátttakendur hafi fyrst reynt að leysa málin á ofangreindan máta.
 • Greina þarf frá umkvörtunum skriflega (tölvupósti eða bréfi) og áður en verkefninu lýkur.
 • Í þeim tilfellum þar sem reglur samstarfsaðila eru frábrugnar reglum Nínukots, gildir reglan sem gengur lengra.