Safarí og strandævintýri

Kruger, Suður Afríka og Tofo, Mozambique

Besta safaríferðin þar sem þú færð tækifæri til að taka þátt í að skoða og vernda dýr fyrir komandi kynslóðir og svo rúsínan í pylsuendanum; frábært strandævintýri þar sem þú getur lært köfun eða bara slakað á í sólinni við hlýtt Indlandshafið og notið þín í hvívetna á spennandi og framandi slóðum.

Kynnstu Tofo við Indlandshaf

Sem þátttakandi í þessum leiðangri muntu:

 • Merkt við tvö lönd á óskalistanum sem þú munt hafa skoðað eftir þessa 17 daga ævintýraferð.
 • Kynnst nánar hinum frábæru dýrategundum, ljónum, fílum, nashyrningum, vísundum, hlébörðum og fleiri dýrum í rannsóknar og verndunarverkefninu “hin stóru 5”.
 • Uppgötvað þekkta og velgeymda fjársjóði Suður Afríku og Mozambique, þar á meðal Blyde River Canyon.
 • Tekið þátt í safaríferð í Krugerþjóðgarðinum.
 • Notið hvíta sandsins og kristaltæra vatnsins í Tofo. Vatnaíþróttir, hefurðu áhuga?
 • Kynnst heimamönnum og spreytt þig á að læra nokkur orð í hinum mörgu tungumálum sem þú heyrir, þar á meðal portúgölsku.

Kongungur dýranna - Eitt hinna "Stóru 5"

Áfangastaðir

Sjálfboðastarf

Fyrstu 9 dagana muntu eyða í aftursætinu í safarí jeppa að skoða dýraverndarsvæði á heimsklassa á Stór Krugersvæðinu í Suður Afríku. Einungis í 45 mínútna fjarlægð frá hinum heimsfræga Kruger þjóðgarði. Þú munt dvelja með starfsfólki, sjálfboðaliðum og nemum  í stráþakshúsum og taka þátt í rannsókn á hinum stóru 5 og dýraverndun. Þú munt aðstoða við að safna upplýsingum um stórbrotnustu dýr Afríku, fíla, ljón, hlébarða, nashyrninga og vísunda. Þetta er besta safaríferðin þar sem þú hjálpar við að vernda þessar undraverðu tegundir fyrir næstu kynslóðir.

Skoða Suður Afríku

Meðan á dvöl þinni stendur á Stór Krugersvæðinu færðu nægan tíma til að rannsaka meira af minna áberandi gersemum sem Suður Afríka hefur upp á að bjóða.  Þar á meðal getur þú skoðað Panorama Route (Blyde River Canyon, Bourke´s Luck Potholes, God´s wife window svo bara fátt eitt sé nefnt af því sem er að sjá). Ef þig langar og þú ert ekki búin að fá nóg af öllum dýrunum þá ættir þú sko að fara í safaríferð í Kruger þjóðgarðinn líka. En ef þú vilt frekar slaka á yfir helgina þá er flott sundlaug í búðunum þar sem þú getur flatmagað og notið stundarinnar.

Mozambique

Það er auðvitað miklu meira að gerast í þessum leiðangri. Næst er það Mozambique. Mozambique er fallegt hitabeltisland sem á land að Suður Afríku. Landið hefur sumar af fallegustu strandlengjunum í allri Afríku. Þú munt dvelja við ströndina á dvalarstað í bakpokastíl í Tofo.  Staðurinn er  vel staðsettur í nágrenni við markaði, köfunarverslanir og þjálfunarskóla. Þetta er fullkominn staður til að kynnast heimamönnum jafnt og hitta aðra ferðamenn alls staðar að og auðvitað að njóta hinna frábæru stranda og hlýja hafsins.

Ferðatilhögun

Komudagur: Sunnudagur

Þú lendir á Kruger Mpumalanga alþjóðaflugvelli þar sem beðið er eftir þér. Þér verður ekið í gististað í hjarta afrískra sléttna og sérð kannski eitt eða tvö villt dýr á leiðinni. Dagurinn er svo þinn að koma þér fyrir, slaka á við sundlaugina og hitta alla hina.

Dagur 2: Mánudagur

Þá byrjar það. Eftir morgunkynningu til að veita þér innsýn í svæðið, menninguna og baksvið verkefnisins þá ferðu í rannsóknar ökuferð með öðrum sjálfboðaliðum. Þar uppgötvar þú töfra sléttnanna. Hvað bíður svo  þín? Engir 2 dagar eru þar eins. 

Dagur 3: Þriðjudagur

Upp snemma um morguninn. Vertu tilbúinn að óhreinka hendur þínar og aðstoða við brýnt verndunarstarf sem gæti verið að leita að snörum og gildrum eða fjarlægja innrásarplöntur. Eftir hádegisverð þarftu að vera tilbúinn fyrir kynningu til að læra meira um verndun áður en haldið er í hann að rekja slóðir fleiri villtra dýra.

Dagur 4: Miðvikudagur

Haldið er til skriðdýramiðstöðvar til að læra um snáka Suður Afríku og hjálpa þeim á stöðinni með brýnt verndunarstarf. Um eftirmiðdaginn, pakkar þú í bakpokann þinn og ferð í tjaldbúðir fyrir næturrannsókn. Þér mun  vissulega finnast mikið til um slétturnar að degi til, en bíddu bara eftir nóttinni!

Dagur 5: Fimmtudagur

Ekkert er meira töfrum líkt en að vakna úti á sléttunum eftir næturútilegu undir stjörnunum. Þú munt hjálpa við að safna upplýsingum um hin “stóru 5” sem er fylgst með á leið til baka til gististaðarins. Síðan er farið í frístundaklúbbana, sem eru reknir fyrir heimabörnin og aðstoðar þar.

Dagur 6: Föstudagur

Þessi dagur gefur þér tækifæri til að taka þátt í breiðari starfsemi fyrir samfélagið. Hvers vegna ekki að aðstoða við garðvinnu, sem veitir ungmennum tækifæri til að afla smá tekna. Föstudags eftirmiðdögum er einnig hægt að verja í valkvæmar bæjarferðir, slaka á við sundlaugina eða aðstoða við bakvinnuna.

Dagur 7: Laugardagur

Hvað þú gerir á laugardegi er þitt val. En aðstoð er til staðar svo þú getir gert sem mest úr deginum. Það gæti verið dagur í Kruger þjóðgarði, eða að lesa bók í ró og næði! Þitt er valið. Það er frídagur.

Dagur 8: Sunnudagur

Sunnudagur er líka frídagur, sem þýðir að þú getur varið honum að eigin ósk. Ferð til Panorama Route er eitthvað sem bara verður að gera, kannski viltu fara í stutt flug eða taka þátt í adrenalín örvandi “kloofing” ævintýri.

Dagur 9: Mánudagur

Það er ekki víst þú hafir séð öll “stóru 5” dýrin ennþá. En aftur er haldið út á slétturnar í ökuferð til að rannsaka þessar aðdáunarverðu tegundir svo hafðu augun hjá þér. Í dag gæti verið söfnun gagna um fóðrun og hegðun fíla, landsvæði hlébarða eða taka myndir af ljónum fyrir auðkennis skráningargagnagrunninn.

Dagur 10: Þriðjudagur

Þú munt læra hvernig á að finna og safna gögnum sem eru svo greind og notuð til að búa til skýrslur, kort og einstaklingslýsingu á dýrunum. Með lögun veiðihára, örum eða skorum muntu skilja hvernig greint er á milli einstaklinga svo hægt er að búa til og uppfæra auðkenni hvers um sig sem gerir það svo mögulegt að fylgjast með ferðum þeirra og heilsu um ókomin ár. 

Dagur 11: Miðvikudagur

Pakkaðu farangrinum þínum niður, það er kominn tími á næsta ævintýri. Sóttir eru allir þátttakendur í þessari skoðunarferð og ekið til Nelspruit og kvöldinu varið þar í að slaka á og njóta. Góður tími til að íhuga hvað þú hefur lært um Suður Afríku, menningu hennar og verndun.

Dagur 12: Fimmtudagur

Í dag ferðu frá Nelspruit til strandparadísarinnar Tofo í Mozambique. Ekki hafa áhyggjur þú færð nægan tíma til að stoppa í litlu þorpunum á leiðinni til að hitta heimamenn og versla minjagripi. Vertu viðbúinn að missa hökuna niður á bringu þegar þú kemur til Tofo og tékkar þig þar inn við ströndina.

Dagur 13: Föstudagur

Velkominn fyrsta daginn í paradís. Nú er tími til að slaka á á strönd Mozambique eða rannsaka Tofo. Á dagskrá þinni ætti örugglega að vera vatnsíþróttir, bátasigling eða afslöppun á ströndinni.

Dagur 14: Laugardagur

Drífðu þig í sjávar safaríferð í dag. Hafðu augun opin fyrir hvalahákörlum, háhyrningum, sjávarskjaldbökum, djöflaskötum og marglita hitabeltisfiskum. Verður lífið meira spennandi en þetta?

Dagur 15: Sunnudagur

Sunnudagur í Tofo þýðir einn hlut – Hammocks eða hengirúm. Finndu þér stað, opnaðu bók og gleymdu þér í nokkrar klukkustundir. Þú átt það skilið.

Dagur 16: Mánudagur

Hvort sem þú ert lærður kafari eða ekki þá verður þú bara að komast í sjóinn á mánudegi í Tofo. Og nú er síðasta tækifærið. Athugaðu heimsókn í nokkrar af köfunarbúðunum eða gríptu snorkel útbúnað svo þú virkilega fáir það mesta út úr hinu ótrúlega vistkerfi neðansjávarins við ströndina.

Brottfarardagur: Þriðjudagur

Í dag gæti verið erfiðasti dagurinn í ferðinni … að segja bless við ströndina og það frábæra fólk sem þú hefur kynnst og verið með síðustu 17 daga. Þú ferð um morguninn til baka til Nelspruit og þann dag getur þú annað hvort flogið heim (strangar reglur um brottfarartíma) eða eytt einni nótt á hóteli (ekki innifalið í verkefnagjaldi), tekið því rólega og flogið daginn eftir heim.

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
598531452641
122322191728129201815
26311916
2623
30

Ferðin er 17 dagar. Upphafsdagar eru annan hvern sunnudag alla mánuði ársins. Vinsamlega vertu í sambandi með nánari upphafsdaga.

Verð 17 dagar: $ 2184

Innifalið í verkefnagjald

 • Flutningur frá og til flugvallar
 • 16 nótta gisting
 • Máltíðir frá degi 1 til 10, aðeins
 • Allur flutningur og ferðir samkvæmt dagskrá
 • Allar dýraskoðunarökuferðir, næturferðir og inngangur á verndunarsvæði meðan á sjálfboðaliðastarfinu stendur.
 • Verkefnagjald sem felur í sér þjálfun og gögn sem þarf í sjálfboðastarfið.
 • Sjávarsafaríferð í Tofo.
 • 24/7 stuðningur frá starfsfólki á meðan á sjálfboðastarfinu stendur og áfangasérfræðingnum allan tímann.
 
 

Ekki innifalið

 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Helgarferðir og ferðir sem eru ekki innifaldar í dagskrá.
 • Allar auka skoðunarferðir sem eru ekki í dagskrá
 • Áfengi
 • Áritanir
 • Máltíðir frá degi 11 og áfram

Hafðu Samband