Kenya - sjúkrahús og heilsugæsla

Taktu þátt í verkefni til eflingar heilbrigðiskerfinu í sveitum Kenya þar sem tekist er á við margsvíslegar áskoranir eins og takmörkuð hjálpargögn, mikinn mannfjölda og skort á innviðum. Sjálfboðaliðar geta veitt mjög svo þarfa aðstoð. Fyrir þá sem þegar eru að nema læknisfræðilega tengt nám eða hafa áhuga á að fara í þess konar nám þá er þetta verkefni frábær leið til að hafa mikilvægt gildi fyrir þá sem búa í þessum dreifðu samfélögum en um leið að bæta við eigin þekkingu og færni á nýju sviði.

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • Fá reynslu í að vinna á sjúkrahúsi með faglærðum læknum og hjúkrunarfræðingum og hafa aðgang að fjölbreyttum aðferðum almennrar heilsugæslu.
 • Upplifa að vinna í þróunarlandi og hjálpa við veikburðugt heilbrigðiskerfi Kenya, að bjóða fram mjög svo þarfa aðstoð og víkka út eigið sjónarhorn  hvernig heilsugæslan lítur út.
 • Verja tíma með viðkvæmum börnum, veita aðstoð í lestrarklúbbum, umönnunarmiðstöðvum og forskóla þar sem þú munt njóta þín og bæta við hlekk í þroska þeirra.
 • Býrð í hinu fallega hálendi Keyna, rétt utan við Nairobi innan um grænar grundir, fallegar gönguleiðir og notalegra kaffihúsa. Þú nýtur hins friðsæla og örugga umhverfis Brackenhurst sem verður heimili þitt á meðan á dvöl þinni stendur.
 • Hafa tækifæri til að heimsækja Nairobi, hina líflegu borg  þar sem margt er að skoða og gera og getur virkilega haldið þér uppteknum um helgar. Frá friðlandi fíla, gíraffamiðstöðvar, safaríbúða til ótrúlegra stranda. Af hverju ekki bara að bæta við auka viku og skoða meira af hinum frábæru stöðum sem Kenya hefur upp á að bjóða?
   

.

Kenya

Kenya er fagurt og fjölbreytilegt land og heilmikið fyrir gesti að skoða. Þar eru sumar af heimsins bestu safaríferðum  í boði og einstakt tækifæri til að virða fyrir sér margbreytilegt og ríkulegt dýralífið og einnig að dvelja innan um hinn hrífandi Masaai Mara ættbálk. 

Sjálfboðastarf þitt er í samfélögunum umhverfis Limuru  í gróskumiklu og grænu teræktunarsvæði hálendisins, aðeins í 30 mílna fjarlægð frá Nairobi. Loftslagið er hlýtt og þaðan er undurfagurt útsýni yfir til The Great Rift Valley.

Gistingin

Gisting þín er staðsett í fallegu umhverfi Brackenhurst hótel svæðisins.  Það er dásamlegur staður, grænn, öruggur og tilkomumikill og þar getur þú notið dægrastyttingar í frítíma eins og fara í blak og tennis, farið í göngutúra í gegnum skóginn eða bara slakað á og notið augnabliksins við eldinn á köldum kvöldi á kaffihúsinu.

Tímalengd verkefnis

Hægt er að dvelja  2, 4, 6, 8, 10 eða 12 vikur.

Hægt er að dvelja frá 2 vikum og upp í 12 vikur.

Vinnan og gildi hennar

Sjálfboðavinna Kenya

Sjúkrahúsaðstoð

Í Limuru eru rekin mörg ríkis og einkarekin sjúkrahús og svo eru það heilsugæslustöðvarnar. Á þessa mismunandi staði fara sjálfboðaliðar og fer það eftir menntun, sérfræðikunnáttu og áhuga þeirra. Þú gætir verið að aðstoða breiðan hóp af bæði innlagnar og/eða göngudeildarsjúklingum. Þar á meðal eru: HIV,  berklaprófanir, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og margvíslegar aðrar deildir svo sem sykursýkis, tannlækna, karla, kvenna, barna, fjölskyldu, augna, bæklunar, hjúkrunar, lyfja, bráða, röntgen, fæðinga, ráðgjafar og miklu fleiri.

Lestu áfram…

Sjálfboðastarf Kenya

Meiri aðstoð

Það frábæra við þetta verkefni er að það eru engin takmörk fyrir því sem þú getur tekið þátt í og þú munt sjá öll svið sjúkrahússins með því að fylgjast með vinnu lækna og hjúkrunarfræðinga eða þú leggur hönd á plóginn einnig. Öll vinna þín mun verða undir nákvæmri leiðsögn lækna. Þú munt verða fær um að öðlast mikla reynslu á sérsviði þínu. Ef það er á sérstöku sviði sem þú myndir vilja aðstoða þá er bara að láta vita og rétti spítalinn verður fundinn fyrir þig að vinna á.

Sjálfboðastarf Kenya

Ná til barna

Eftir því hvaða aðstoð er þörf á í samfélaginu gætir þú einnig verið að kenna, halda námskeið eða að veita almenna aðstoð í skólum, í frístundaklúbbum eða í miðstöðvum sem annast börn. Sem sjálfboðaliði muntu kenna börnunum mismundandi greinar eins og listir, íþróttir eða leiki sem er skapandi nýting á tíma og skerpir á leyndum hæfileikum og getu þeirra.

Sjálfboðastarf Kenya

Heilsufræðsla

Til hliðar við sjúkrahúsvinnuna er lögð gríðarleg áhersla á almenna menntun eða fræðslu í sambandi við mikilvæg heilsufarsleg mál og eru sjálfboðaliðar færir um að setja af stað námskeið um málefni sem þeim er umhugað um að koma á framfæri við mismunandi samfélagshópa.

Frítimi og ferðir

Skoða Nairobi

Nairobi er iðandi stórborg með frábærum hlutum  að sjá á viðráðanlegu verði og rétt við bæjardyrnar. Þú getur heimsótt David Sheldrick munaðarleysingjaheimili fíla,  gíraffamiðstöðina, nokkur menningarþorp og söfn allt á einum degi í borginni. Þetta er eina borgin í heiminum sem hefur þjóðgarð við borgarmörkin.  Að fara í safaríferð þar sem sjóndeildarhringurinn nær til Nairobi í fjarlægð er einstök upplifun. Ef þú vilt versla minjagripi til að taka heim þá eru flottir markaðir sem þú getur farið á. Þú getur einnig notið þess að snæða á sumum af bestu veitingahúsunum sem austurhluti Afríku hefur upp á að bjóða.

Dýralíf

Kenya er án efa besti staður í heimi til að skoða villt dýralíf svo að heimsókn þangað væri ekki fullkomnuð nema að heimsækja hinn heimsþekkta þjóðflokk Maasai Mara. Ef þú kemur sem sjálfboðaliði á milli júlí og október hefur þú tækifæri til að sjá hina miklu búferlaflutninga þar sem 1,5 til 2 milljónir gnýja ferðast frá sléttum Serengeti í Tanzaníu til verndarsvæðis Maasai Mara í Kenya. Þetta er eitthvað sem bara verður að sjá. En sama á hvaða árstíma þú kemur þá hefur þú tækifæri til að sjá hin “Stóru 5” (ljón, hlébarða, fíla, vísunda og nashyrninga) Helgarnar eru fríar og þá er gott tækifæri til að fara í safaríævintýraferðir lífs þíns.

Sjálfboðastarf Kenya

Great Rift Valley

Frábær staðsetning þessa verkefnis er við útjaðar hins stórbrotna Great Rift Valley. Að sjá hann er hápunktur hverrar ferðar til Kenya. Landslagið er ótrúlegt, áhrifamikil eldfjöll meðfram dalnum, flest nú óvirk, fjölmörg ferskvatns vötn, ár, gljúfur, fossar og hverir, fylkingar af dýrum og fuglum eins og flamingo og tilkomumikið landslag til að skoða hvort sem er gangandi, á hestbaki eða í ökuferð. Sannkölluð veisla fyrir augað og ljósmyndarann.

Sjálfboðastarf Kenya

Strandir

Ertu kannsi meira fyrir ströndina en safaríferðir? Eða kannski viltu njóta hvoru tveggja. Hinar fallegu strandir Kenya eru vissulega vel geymdur fjársjóður en þar getur þú farið t.d. á brimbretti, snorkelað, á djúpsjávarveiðar eða stundað hinar ýmsar vatnsíþróttir. Diana Beach er uppáhald sjálfboðaliðanna og er nú hægt að ferðast þangað með þægilegri, nýrri lest frá Nairobi til Mombasa. Þetta er góð leið til að skoða strandlengjuna og njóta hitabeltis loftslagsins og hins hlýja, himinbláa sjós Indlandshafsins áður en þú heldur heim á leið.

Sjálfboðastarf Kenya

Brackenhurst

Sjálfboðaliðahúsið er staðsett á hótelsvæði Brackenhurst og verður það heimili þitt á meðan á dvöl þinni stendur. Þetta er falleg staðsetning innan um gróskumikla skóga og heillandi garða. Það er frjálst að ganga um þá og skoða náttúruslóðirnar í kring. Þú finnur þarna frábært veitinga og kaffihús með úti pizzuofni. Alltaf er kveikt á arni vegna kaldra kvölda sem kemur sér vel ef þú kýst að verma þér við heitan drykk.

Sjálfboðastarf Kenya

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
63264163752
1310913118131014129
2017162018152017211916
2724232725222724282623
30293130

Upphafsdagsetningar eru alla mánudaga alla mánuði ársins nema í desember

Verð: 2 vikur € 1640, 4 vikur € 2187

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Flutningur til/frá flugvelli til gististaðar.
 • Gisting á meðan á dvöl stendur á hinu undurfagara Brackenhurst svæði í Limuru – þægilegt, öruggt, sérhús deilt með öðrum sjálfboðaliðum og starfsfólki.
 • 3 ljúffengar máltíðir daglega eldaðar af heimakokki.
 • Reynt alþjóðlegt og innlent starfsfólk sem býr og vinnur þér við hlið daglega.
 • Kynning og þjálfun til að undirbúa þig svo þú getir á öruggan hátt tekið þátt í  starfinu.
 • Öll nauðsynleg verkefnagögn sem þú munt þarfnast í starfinu.
 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Áritunarkostnaður
 • Helgarferðir og engar ferðir sem eru ekki í verkefnadagskrá
 • Snakk, gosdrykkir, gjafir og minjagripir
 • Þvottar
 • WiFi – það er hæggengt

Hafðu Samband