Kenya - Stóru kattadýrin

Sjálfboðaliðar í stóra kattadýraverkefninu styðja við verndunarstarf í Naoboisho Conservancy sem er við mörk Maasai Mara þjóðgarðarins. Þú munt á virkan hátt fylgjast með stórum köttum og öðrum dýrum við framkvæmd mikilvægra rannsókna sem er mikilvægt framlag svo hægt sé að gera til lengri tíma áætlunargerðir fyrir þjóðgarða og dýralíf.

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • Fylgjast með stórum köttum daglega, þar á meðal ljónum, hlébörðum og blettatígrum. Þessi söfnun gagna mun hjálpa við verndun þessara rándýra, sem eru nú í mikilli útrýmingarhættu.
 • Fara þrisvar á dag í rannsóknarökuferð að safna upplýsingum vegna stjórnunar verndarsvæðisins.
 • Búa mitt  í kjarrlendinu og öðlast þá sönnustu upplifun sem villt náttúra Afríku getur boðið upp á.  
 • Sökkva þér í menningu Maasai Mara þegar þú vinnur sjálfboðastörfin með hinum reyndu Maasai safarí leiðsögumönnum frá Koiyaki leiðsögumannaskólanum.
 • Aðstoða nýja nemendur að útskrifast úr Koiyaki leiðsögumannaskólanum.
 • Leggur til þekkingu og kennslu í námi um verndun svo tryggja megi að framtíðar kynslóðir skilji nauðsyn þess að vernda villt dýralíf frá útrýmingu.

Ekta safaríbúðir

Staðsetningin

Mara Naboisho Conservancy

Heimili þitt í Kenya á meðan á dvöl þinni stendur er á einstökum stað í miðju kjarrlendi Afríku. Þú munt búa í sjálfboðaliða tjaldbúðum í hinu villta keníska Mara Naboisho Conservancy sem liggur að landamærum hins fræga friðlýsta svæðis Maasai Mara ættbálkarins. Landið er villt, ósnert og opið svæði. Á nóttunni heyrir þú frá öryggi búðanna drunur ljóna, hlátur hyena og þúsundir gnýja og antilópa ráfa um hinar miklu sléttur.

Safarí tjaldbúðir

Maasai Mara svæðið hefur einna þéttustu búsetu ljóna í landinu. Gnótt villtra dýra tryggir einstaka nálægð þína við þau í náttúrulegu umhverfi þeirra um leið og þú öðlast skilning á dýrunum. Mara er hluti af keðju hinna stóru búferlaflutninga gnýja “The Great Migration” sem gerist á hverju ári.

Gistingin er sannarlega ósviknar, þægilegar og fábrotnar safaríbúðir með val um gistingu í stóru tjaldi með öðrum eða að vera einn í litlu tjaldi.

 

Máltíðir og borðhald

Frábær kokkur eldar 3 gómsætar máltíðir fyrir þig daglega. Þú getur notið þess að borða og spjalla við aðra sjálfboðaliða og starfsfólk á útisvæði við undirleik hljóðanna frá kjarrlendinu. Moskítónet og handklæði er útvegað.

Sjálfboðastarf í Afríku verður ekki upprunalegra en þetta. Sem dýralífs sjálfboðaliði í Kenya muntu öðlast betri skilning á því af hverju sjálfboðastarf er mikilvægt. Frá fyrstu hendi upplifir þú þau jákvæðu áhrif sem þú getur haft í heiminum.

Tímalengd verkefnis

Hægt er að velja 2, 3, 4, 6, 8, 10 eða 12 vikur

Vinnan og gildi hennar

Sjálfboðastarf Kenya

Rannsóknir

Sem dýralífs sjálfboðaliði er nauðsynlegur hluti af framlagi þínu að fylgjast með dýrahópum og framkvæma rannsóknir. Þú munt gera það með því að fara í ökuferðir út á slétturnar og fylgjast með dýrum og tvisvar í viku telja dýrin. Þú munt skrá stóra ketti sem sjást og byggja upp hlébarða gagnagrunn fyrir verndarsvæðið sem er megin heimild allra upplýsinga um hlébarða á svæðinu.

Sjálfboðastarf Kenya

Umhverfisvinna

Sem hluti af sjálfboðastarfi þínu muntu þurfa að framkvæma sérstök verndunarverkefni innan verndarsvæðisins eins og að fjarlægja aðskota plöntur, merkja fyrir og búa til nýja vegi og stöðva jarðvegseyðingu.

Menntun og kennsla

Koiyaki leiðsögumannaskólinn er starfræktur til að undirbúa unga Maasi Mara íbúa sem framtíðar leiðsögumenn. Kennsla þín í skólum er mikils metin við að kenna börnunum um villt dýr og að tala ensku, Samræðurnar við þau um alls konar málefni gefa þér auk þess frábærar minningar.

Frítími og ferðir

Sjálfboðastarf Kenya

Fara á ströndina

Kenya hefur langa strandlengju með miklum kóralrifum. Þær eru mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þær eru frábærar til að fara á brimbretti,  djúpsjávarfiskveiðar, snorkela og taka þátt í öðrum vatnsíþróttum.

Sjálfboðastarf Kenya

Safaríferðir

Þú getur farið í skoðunarferð um hinn fræga Maasai Mara þjóðgarð og einnig í loftbelg til að sjá yfir sem mest úr lofti. Þú getur farið í lúxus safaríbúðir og gist eina eða tvær nætur. Það er ævintýri sem þú hefur aldrei reynt áður.

Sjálfboðavinna Kenya

Afþreying heima við

Kvikmyndakvöld, sitja við bálköst, kvöldverður í kjarrlendi og spil eru allt afþreyingar sem þú nýtur með hinum. Þú getur einnig farið til nágrannabúða, fengið þér drykk, farið á netið og notið hins dásamlega útsýnis af veröndinni.

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
131096411310752
2924232018152724211916
2930

Upphafsdagar eru annan hvern mánudag alla mánuði ársins nema í desember.

Verð: 2 vikur €1615, 4 vikur €2465

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Gisting á meðan á dvöl stendur í ekta, fallegum safaríbúðum í Maasai Mara vistkerfinu.
 • 3 ljúffengar máltíðir daglega eldaðar af heimakokki.
 • Flutningur til/frá flugvelli til gististaðar.
 • Reynt alþjóðlegt og innlent starfsfólk sem býr og vinnur þér við hlið daglega.
 • Kynning og þjálfun til að undirbúa þig svo þú getir á öruggan hátt tekið þátt í  starfinu.
 • Öll nauðsynleg tæki og gögn sem þú munt þarfnast í starfinu.

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Áritunarkostnaður
 • Helgarferðir og engar ferðir sem eru ekki í verkefnadagskrá
 • Snakk, gosdrykkir, gjafir og minjagripir
 • Þvottar
 • WiFi – það er hæggengt

Hafðu Samband