Um starfsmenn

Umsækjendur eru ungir, hressir ríkisborgarar frá evrópska efnahagssvæðinu, sem hafa mikinn áhuga á að ráða sig til tímabundinna starfa á Íslandi og kynnast þannig landi og þjóð frá fyrstu hendi.

Til að tryggja sem hæfasta umsækjendur eru þeir beðnir um ýmsis gögn til að sækja um. Þeir þurfa m.a. að fylla út formlega umsókn, gera hvatabréf, starfsferilskrá, framvísa meðmælabréfum og sakavottorði. Eins er gerð krafa um góða enskukunnáttu eða B2.

Eftir komu og á meðan á dvöl stendur

  • Þeir þurfa ekki atvinnuleyfi
  • Þeir hafa sömu réttindi og starfskjör og íslenskir ríkisborgarar
  • Þeir þurfa skráningu
  • Þeir greiða skatta, í lífeyrissjóð og í verkalýðsfélag
  • Þeir gera skattaframtal
  • Þeir verða að skrá sig úr landi við brottför