Zambia - Valdefling Stúlkna

Taktu þátt í alheimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna í að vinna að jafnrétti kynjanna í hinum hefðbundna bæ Afríku, Livingstone. Í verkefninu Valdefling stúlkna styður þú við, menntar og hvetur ungar stúlkur svo þær verði öflugar ungar konur í samfélagi sínu. Blandaðu drengjum og mönnum í fremstu víglínu samræðnanna um leið og þú hvetur til kynjajafnréttis svo útmá megi hefbundnar staðalímyndir um konur og menn.

Mennt er máttur

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • Hafa jákvæð áhrif á líf kvenna með því að veita þeim þekkingu, stuðning og hvatningu.
 • Styðja opnar samræður til að breyta viðhorfum um hefðbundin hlutverk kvenna og karla.
 • Bjóða byrginn viðvarandi umhverfis og lífsháttum ungra táningsstúlkna innan samfélags þeirra.
 • Vinna með heima drengjunum um leið og kynnt, frætt og kveikt er á skilningi um jafnrétti kynja. 
 • Hvetja til viðskiptaþekkingar og tekjuöflunar.
 • Hafa samskipti við samfélagsþegnana og vera fyrirmynd sem hægt er að treysta og líta upp til.
 • Sökkva þér í menningu Zambia.
 • Eignast vini til lífstíðar.
 • Hafa tækifæri til að heimsækja nágrannalöndin Botswana og Zimbabwe í spennandi valkvæmum ferðum.
 • Heimsækja hina tignarlegu Victoria fossa og njóta undraverðra ferðamanna afþreyingamöguleika sem Livingstone hefur upp á að bjóða.

Staðsetningin

Livingstone

Livingstone í Zambíu er fallegur landsbyggðarbær og kalla margir hann hina “raunverulegu” Afríku. Rétt hjá er eitt af 7 undrum veraldar – Victoríu fossarnir. Livingstone er rétti staðurinn fyrir þá sem dá íþróttir, dýralíf og náttúru. Hvort sem þú ferð í teygjustökk, syndir í “Devil´s Pool”, ferð í flúðasiglingu niður Zambezi eða nýtur hins undursamlega sólarlags þá muntu upplifa það sem aðeins Livingstone hefur að bjóða.   Þú munt svo sannarlega ekki missa af dýralífinu. Þar eru margir þjóðgarðar þar sem þú getur virt fyrir þér ljón, nashyrninga, flóðhesta, krókódíla, fíla og gíraffa.

Samfélagið

Sem sjálfboðaliði í Livingstone muntu sökkva þér að fullu niður í samfélagið. Á morgnana er í brennidepli valdeflingarnámskeið og starfsemi með stúlkum og drengjum og síðdegis er fjölbreyt dagskrá af þroskandi verkefnum sem styður einnig við samfélagið eins og umönnun nemenda eftir skóla, lesklúbbur, lestrarnám fyrir fullorðna, lífsleikninámskeið og fleira. Þetta gefur þér fjölbreytta reynslu og sýn inn í samfélagið og er í rauninni það sem gerir samfélagslegt sjálfboðastarf í  Livingstone svo einstakt.

Gistingin

Á meðan þú tekur þátt í þessu verkefni þá muntu dvelja í sér sjálfboðaliðahúsi innan um hin vinsælu og gestrisnu farfuglaheimili Livingstone. Þú munt hafa aðgang að yndislegri sundlaug, setustofu, grill og barsvæði. Gistingin þín er í 5 mínútna göngufæri frá miðbænum, sem hefur margar búðir og gott úrval af kaffihúsum og veitingahúsum. Þarna mun þér líða vel og svo vel að þú munt jafnvel ekki vilja yfirgefa þitt nýja heimili.

Eitt af sjö undrum veraldar - Victoria fossarnir

Tímalengd verkefnis

Hægt er að taka þátt í 10 daga og svo frá 2 vikum til 12 vikur.

 

Vinnan og gildi hennar

Stúlknahópur

Sjálfboðaliði í nánum tengslum eins og þú vinnur með tveimur aðskildum stúlknahópum á námskeiði sem er byggt upp í kringum 6 valdeflingarstoðir: menntun. sjálfsöryggi, heilsa, frestun barneigna, öryggi og tekjuöflun. Þú hjálpar við að minnka bil kynjanna með því að búa stúlkurnar þeim verkfærum sem þarf til að taka upplýstar ákvaraðanir og að vera valdefld kona.

Sjálfboðastaf Zambia

Kvennahópur

Veittu þekkingu og styddu við námskeið í persónulegu umhverfi með áhugsömum hópi zambískra kvenna. Þessi námskeið eða fundir geta verið um starfsframa eða markmiðssetningu, heilsusamræður eða umræður um öryggi. Skoraðu á hólm staðalímynd kynjanna og hjálpaðu þessum sterku konum að valdeflast í sínu eigin samfélagi.

Sjálfboðastarf Zambia

Drengjahópur

Byggðu brú á milli kynja með því að mennta zambíska drengi og unga menn. Vertu nauðsynlegur hluti í mótun samfélagsins gagnvart trú og viðhorfum til jafnréttis og aðstoðaðu við að starfrækja námskeið fyrir þá sem leiðbeina um sjálföryggi, virðingu, einelti, samvinnu, heilbrigða vináttu, kynfræðslu, kynjaofbeldi og hvernig á að umgangast konur og styðja þær.

Sjálfboðastarf Zambia

Öryggisráðleggingar

Unnið er að því breyta viðhorfum til ofbeldis gegn stúlkum og að styðja þær sem hafa orðið fyrir misnotkun. Í samvinnu við stofnun sem sérhæfir sig í ofbeldi byggt á kynferði eru haldin námskeið og starfsemi sem fjalla um þessi mikilvægu málefni. Einnig er fundað með kennurum svo þeir geti höndlað betur hegðun eins og til dæmis einelti og nauðganir.

Sjálfboðastarf Zambia

Næring, hreyfing

Efldu stúlkur með íþróttum, sem er enn ríkjandi svið drengja og breyttu þessari staðalímynd. Leggðu lið “Tag Rugby Trust” í æfingum fyrir stúlkur eingöngu og ekki aðeins vegna íþróttahæfni heldur líka til að þjálfa samvinnu, aga og ná persónulegum markmiðum. Bættu við til að dýpka æfingarnar samræðum varðandi heilsufar eins og  næringu, heilbrigðu líferni og að varast sykurinn.

Sjálfboðastarf Zambia

Tekjuöflun

Taktu þátt í starfi á sérstökum stað og styddu stúlkur 10-12 ára sem þú aðstoðar við að kenna ræktun grænmetis á valdeflingarbýlinu. Vertu hluti af góðum hópi þegar þú hjálpar að sá, reita arfa, vökva og uppskera. Vertu vitni að fjármögnun valdeflingarverkefnisins sem gefur stúlkunum tækifæri að styrkja eigin fjölskyldur. Vertu með í stóru myndinni við tekjuöflun sem gefur stúlkunum færi á að komast af með nýrri kunnáttu.

Frítími og ferðir

Sjálfboðastarf Zambía

Ævintýri

Livingstone er aðgöngumiði þinn að ævintýrum. Nýttu þér að vera í nálægð við hina stórkostlegu Victoríu fossa og ævintýri sem Zambezi hefur upp á að bjóða. Skemmtisiglingar á Zambezi, vatnasafarí, flúðasiglingar og kajakróður eru allt leiðir þar sem þú getur kynnst hinu frábæra vatni. Þú getur líka farið á fjórhjól eða virt landslagið fyrir þér úr lofti.  Fyrir þá sem vilja að adrenalínið fljóti þá má reyna hið fræga teygjustökk eða gljúfrarólu.

 
Sjálfboðastarf Zambía

Safaríferðir

Livingstone er land safaríferðanna. Hér getur þú séð mikið af dýralífi, farið í nashyringa leiðangur eða jafnvel farið í bátasafaríferð og séð fíla meðfram Zambezi á frá bátnum. Þú getur líka farið um helgi í hinn fræga Chobe þjóðgarð í Botswana sem er hinum megin við landamærin.

Sjálfboðastarf Zambía

Afslöppun

Á gististað þínum í Livingstone hefur þú tækifæri til að fara í blak við heimamenn, rannsaka hin margvíslegu veitingahús og bari í bænum, hafa notalegt videókvöld undir stjörnunum og eiga góðar stundir með nýju vinunum þínum. Þar er falleg og stór sundlaug og barsvæði, sem eru stórkostlegir staðir til að slaka á eftir dagsverkið.

Sjálfboðstarf Zambía

Menning og markaðir

Þótt þú munir verja mestum af tíma þínum á slóðum verkefnisins þá muntu einnig hafa tíma til að fara í menningarferðir til annarra afrískra þorpa, sem veitir þér frekari innsýn í öðruvísi lifnaðarhætti. Þú getur einnig skoðað og verslað á hinum mörgu mörkuðum og birgt þig upp af handgerðum hlutum fyrir fólkið þitt heima.

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
632641637527
131091311813101412914
201716201815201721191621
272423272522272428262328
30293130

 Upphafsdagsetningar eru annan hvern mánudag alla mánuði ársins einnig í desember.

Verð: 2 vikur  €1175, 4 vikur €1825

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Flutningur til/frá flugvelli
 • Gisting á farfuglaheimili í Livingstone deilt með starfsfólki og öðrum sjálfboðaliðum.
 • Fullt fæði, 3 máltíðir á dag í eldaðar af kokki í sjálfboðaliðahúsinu, ekki máltíðir um helgar
 • Stuðningur og aðstoð frá starfsfólki innlendum og alþjóðlegum
 • Kennsla, þjálfun og öll gögn sem þarf við sjálfboðastarfið
 
 

 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug til/frá  alþjóðaflugvelli
 • Ferðatryggingar
 • Áritanir
 • Drykkir, snakk, minjagripir og gjafir
 • Valkvæmar ferðir
 • Þvottar og þráðlaust net – það er hæggengt

Hafðu Samband