Zanzibar - Verndun háhyrninga

Uppgötvaðu paradísareyjuna, Zanzibar. Hér er tækifæri þitt til að hafa ævarandi áhrif á afdrif hins viðkvæma vistkerfis sjávar á meðan þú býrð við ströndina. Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu leggja þitt fram til að viðhalda megi sjálfbærni háhyrningaferðaþjónustunnar með rannsóknum á þjónustunni, að fylgjast með samskiptum háhyrninga og að hvetja til siðfræðilega réttrar háhyrningaferðamennsku.

Sem sjálfboðaliði í þessu verkefni muntu:

 • Fylgjast með háhyrningum í þeirra náttúrulegu heimkynnum og athuga áhrif ágangs ferðamanna á hegðun þeirra.
 • Snorkela innan um falleg kóralrif á meðan þú safnar dýrmætum upplýsingum um afleiðingar hækkandi hitastigs jarðar á þau.
 • Synda með háhyrningum á nærgætnislegan hátt á meðan þú hvetur til ábyrgrar ferðahegðunar innan um háhyrningana.
 • Kenna nemendum í áhugamannaklúbbi um verndun og hvetja meðlimi til að líta eftir umhverfi sínu.
 • Hafa samskipti við heimamenn, læra kannski smá í Swahili og búa á einum fallegasta stað í heimi.

Staðsetning

Zanzibar

Zanzibar er hitabeltisparadís og er eyja rétt undan meginlandi Tanzaníu. Hún er rík af menningu og sögu og hefur einnig sumar af flottustu ströndum Austur Afríku. Þegar þú hugsar um kristalstæran, himinbláan sæ með endalausum söndugum ströndum, hvítar og mjúkar eins og hveiti þá er það sko Zanzibar.

Þorpið

Rétt í um klukkustundar fjarlægð frá Stone Town er hið fallega þorp Jambiani, sem mun verða heimili þitt á meðan á háhyrningaverkefninu stendur.  Þér mun verða heilsað af ótrúlega, hvítum, flaueslmjúkum sandi sem liggur meðfram allri strandlengjunni með pálmatré á dreif og hlýlegum og vingjarnlegum heimamönnum Hér muntu taka þátt í sjálfboðastarfinu og sökkva þér niður í samfélagið.

Gistingin

Þú munt búa í strandhúsi með öðrum sjálfboðaliðum og starfsfólki rétt við sjóinn á svæði sem er þekkt fyrir snorkel, köfun og tækifæri til að koma auga á sjávardýr. Hvort sem þú hoppar í volgt vatn Indlandshafs til að skoða kóralrif, snorkela með háhyrningum eða sóla þig á ströndinni þá er Zanzibar hinn fullkomni staður til að komast frá önnum daglegs amsturs og um leið að leggja til langtíma og varanlegra breytinga til hins betra fyrir heimamenn og háhyrningana.

 

Tímalengd verkefnis

Hægt er að velja að dvelja frá 2 vikum upp í 12 vikur. Upphafsdagsetningar eru annan hvern mánudag alla mánuði ársins.

Vinnan og gildi hennar

Sjálfboðastarf Zanzibar

Rannsóknir

Þú munt fylgjast með og rannsaka samskipti manna og háhyrninga sem svo aftur hjálpar yfirvöldum að móta stefnu og reglur fyrir háhyrningaferðamennsku í þeim tilgangi að háhyrningarnir verði ekki stressaðir og hraktir til annarra staða. Þótt þeir elski að hafa samskipti við manninn þá gætu þeir neyðst til að leita annarra rólegri staða ef of mikið er í gangi í kringum þá.  Starf þitt hjálpar því ekki aðeins háhyrningum heldur einnig heimamönnum sem treysta á þessa tegund ferðamennsku.

Sjálfboðastarf Zanzibar

Sjálfbær þróun

Í þessu verkefni muntu aðstoða við að fræða skólabörn eftir skóladag þeirra í skemmtilegum, virkum frístundaklúbbi um hvernig hægt er að skipuleggja sjálfbæra notkun á auðlindum hafsins sem er rétt fyrir utan strönd þeirra. Þú munt jafnvel einnig aðstoða á námskeiðum með bátseigendum til að hvetja til vistvænna háhyrningsferða eða útbúa upplýsingaspjöld um sjávarlífsvistfræði og verndun.

Sjálfboðastarf Zanzibar

Sjávardýravernd

Auk háhyrningarannsókna muntu einnig safna bráðnauðsynlegum upplýsingum um kóralrif svo hægt sé að sjá breytingar sem eru að verða vegna hækkunar hitastigs jarðar. Góðu fréttirnar eru samt að eina leiðin til að ná gögnunum sem þarf er að fara á bátum og að snorkela yfir kóralrif.

Frítími og ferðir

Vatnsíþróttir

Zanzibar er frábær staður fyrir ótrúlega snorkelareynslu, sund með sjávardýrum, bátsferðir, köfun,  brimdrekaflug og skútusiglingar.

Sjálfboðastarf Zanzibar

Heima viðburðir

Þú getur notið eftirréttaveislu á hverju fimmtudagskvöldi með hinum sjálfboðaliðunum og verið þess vegna gestgjafinn. Einu sinni í viku fá sjálfboðaliðar það verkefni að skipuleggja leikjakvöld eða aðra skemmtun. Hefðbundinn matur heimamanna er mikil reynsla sem þú getur upplifað í leikskólanum eða á heimili kennara svo þeir fái aukatekjur.

Íþróttir

Zanzibar er ekki bara um gómsætan mat. Að líta yfir himinblátt Indlandshafið er fullkomin umgjörð til að fara í göngur, skokka, yoga eða gera líkamsræktaræfingar við sólarupprás eða æfa fótbolta við sólarlag.

Sjálfboðastarf Zanzibar

Menning og ferðir

Zanzibar hefur úrval af aðdrátttarafli fyrir ferðamenn að skoða. Frá borgar og kryddferðum til Jozaniskógs og Stone Town verður þú ekki uppiskroppa með spennandi hluti að gera. Stone Town er menningarmiðstöð Zanzibar og er staður bugðóttra gatna, moskva og frábærra verslunarstaða.

Fleiri ævintýri

Ef þú dvelur aðeins fram yfir verkefnið þitt þá er meginland Tanzaníu þess vert að sækja heim. Þar eru vinsælustu safarí staðir heims. Að sjá dýralífið og sólarlagið í Serengeti og Ngorongoro Crater fær þig til að standa á öndinni. Og talandi um öndina þá er alltaf fjallið Mount Kilimanjaro sem hægt er að spreyta sig á fyrir þá sem eru í góðu formi og djarfir.

Dagsetningar og verð - 2020

JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
610964163752
1324232018151310211916
2729201730
2724
31

Upphafsdagsetningar eru annan hvern mánudag alla mánuði ársins nema í janúar, júlí og ágúst. Í júlí og ágúst eru þeir alla mánudaga. Í desember er enginn upphafsdagur og er aðeins hægt að vera 2 vikur ef valinn er byrjunardagur þann 30. nóvember.

Verð: 2 vikur €1810, 4 vikur €2610

Innifalið í verkefnagjaldi

 • Flutningur til/frá flugvelli í Stone Town til gististaðar.
 • Gisting í sjálfboðaliðahúsi í Jambiani öruggt, þægilegt og líflegt, deilt með öðrum sjálfboðaliðum og starfsfólki.
 • Fullt fæði, 3 máltíðir á dag í sjálfboðaliðahúsinu, ekki máltíðir um helgar
 • Stuðningur og aðstoð frá starfsfólki og verkefnastjóra 24/7 á meðan á verkefni stendur.
 • Kynning, þjálfun og gögn sem þarf fyrir sjálfboðastarfið
 
 

 

Ekki innifalið í verkefnagjaldi

 • Flug
 • Ferðatryggingar
 • Áritanir
 • Drykkir, snakk, minjagripir og gjafir
 • Valkvæmar ferðir ekki nefndar í dagskrá
 • Helgarmáltiðir
 • Þvottar
 • Þráðlaust net

Hafðu Samband